fbpx
Mánudagur 17.nóvember 2025
Pressan

Vísindamenn útskýra af hverju við höfum alltaf pláss fyrir eftirmat

Pressan
Sunnudaginn 9. mars 2025 17:00

Ekki amalegur eftirréttur þetta!

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hefur þú einhvern tímann undrast að þrátt fyrir að þú sért pakksaddur/södd, þá finnurðu samt smá pláss fyrir eftirréttinn?

Þetta ákváðu vísindamenn við Max Planck stofnunina í Þýskalandi að rannsaka og komust þeir að því að svarið við þessu er að finna í heilanum. Fox News skýrir frá þessu.

Vísindamennirnir rannsökuðu af hverju marga virðist stöðugt langa í sykurvörur, jafnvel eftir að þeir hafa borðað stóra máltíð.

„Við vildum öðlast skilning á, af hverju okkur langar í sykruð matvæli, meira að segja þegar við erum södd,“ sagði Henning Fenselau, aðalhöfundur rannsóknarinnar.

Hann og samstarfsfólk hans komst að því að það eru sömu taugafrumurnar sem segja okkur að við séum södd og virkja síðan sykurþörfina.  „Þetta var mjög óvænt uppgötvun,“ sagði Fenselau.

Tilraunir voru gerðar á músum og kom í ljós að mýsnar borðuðu sæt matvæli þrátt fyrir að vera eiginelga saddar. Fylgst var með heilastarfsemi þeirra og kom í ljós að ákveðin hópur taugafruma, POMC, báru ábyrgð á þessu.

Þegar mýsnar komust í sykur, þá urðu þessar taugafrumur virkar og örvuðu þörfina fyrir sætindi.

Tilraunir á fólki sýndu svipaða niðurstöðu. Sama svæði heilans brást við sykurneyslu en á þessu svæði eru margir móttakarar fyrir mettunartilfinningu.

Vísindamennirnir telja að þessi uppgötvun þeirra geti komið að gagni í baráttunni við offitu og sykurþörf. Fenselau sagði að þar sem sykur sé alls staðar, þá geti þetta svæði heilans verið virkt allan tímann.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 4 dögum

Unglingsstúlka sagðist ofsótt af konudraugi — Síðan fannst hauskúpa konu í Hello Kitty dúkku

Unglingsstúlka sagðist ofsótt af konudraugi — Síðan fannst hauskúpa konu í Hello Kitty dúkku
Pressan
Fyrir 4 dögum

Verður leiddur fyrir aftökusveit á föstudag: Sagður vera stórskemmdur eftir áfengis- og eiturlyfjanotkun móður hans

Verður leiddur fyrir aftökusveit á föstudag: Sagður vera stórskemmdur eftir áfengis- og eiturlyfjanotkun móður hans
Pressan
Fyrir 5 dögum

Varar við ferðalögum til vinsæls áfangastaðar eftir óhugnanleg dauðsföll

Varar við ferðalögum til vinsæls áfangastaðar eftir óhugnanleg dauðsföll
Pressan
Fyrir 5 dögum

Ákærður fyrir tvö morð – Segir dulkóðuð skilaboð kakkalakka hafa sagt sér að drepa

Ákærður fyrir tvö morð – Segir dulkóðuð skilaboð kakkalakka hafa sagt sér að drepa
Pressan
Fyrir 6 dögum

„Svörtu ekkjurnar“ í Rússlandi

„Svörtu ekkjurnar“ í Rússlandi
Pressan
Fyrir 6 dögum

Hrottaleg saga ungs pars skekur Texas- „Við leggjum af stað í dögun“

Hrottaleg saga ungs pars skekur Texas- „Við leggjum af stað í dögun“