fbpx
Þriðjudagur 09.desember 2025
Pressan

Heimskulegt uppátæki í skíðalyftu dregur dilk á eftir sér – Sjáðu myndbandið

Pressan
Laugardaginn 8. mars 2025 12:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Franskur karlmaður sem tók myndband af sér að kasta stærðarinnar snjóbolta úr skíðalyftu gæti átt allt að þriggja ára fangelsi yfir höfði sér. Myndbandið birti maðurinn á TikTok þar sem milljónir manna horfðu á það.

Atvikið átti sér stað þann 28. febrúar síðastliðinn í frönsku Ölpunum en í myndbandinu sést maðurinn, sem mun vera á þrítugsaldri, halda á stórri snjókúlu sem hann sleppir svo á fólk fyrir neðan. Fólkið var að næra sig á skíðasvæðinu og lenti snjókúlan á höfði 61 árs manns.

Maðurinn slasaðist sem betur fer ekki alvarlega en var eðli málsins samkvæmt brugðið. Gleraugu mannsins brotnuðu en hann var í skíðaferð með fjölskyldu sinni, þar á meðal ungu barnabarni, þegar atvikið varð.

Forstöðumaður skíðasvæðisins segir að kæra hafi verið lögð fram strax og hafa kennsl verið borin á árásarmanninn. Sjálfur kveðst ungi maðurinn ekki hafa ætlað að kasta snjóboltanum í höfuð mannsins heldur hafi hann miðað á borðið þar sem fólkið sat. Honum mátti þó sennilega vera ljóst að kúlan gat lent hvar sem var.

The Times segir að maðurinn gæti að hámarki átt yfir höfði sér þriggja ára fangelsisdóm vegna málsins.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Banaslys í Mosfellsbæ

Nýlegt

Pressan
Í gær

Hann játaði að hafa sundurlimað lík eiginkonu sinnar – Mun Google-leit sanna að hann myrti hana?

Hann játaði að hafa sundurlimað lík eiginkonu sinnar – Mun Google-leit sanna að hann myrti hana?
Pressan
Fyrir 2 dögum

Borgarstjórasonur í Vínarborg trúði röngum aðila fyrir upplýsingum um auðæfi fjölskyldunnar – Myrtur í hrottalegu ráni

Borgarstjórasonur í Vínarborg trúði röngum aðila fyrir upplýsingum um auðæfi fjölskyldunnar – Myrtur í hrottalegu ráni
Pressan
Fyrir 3 dögum

Leggja til stjórnarskrárbreytingu svo hægt sé að svipta glæpamenn ríkisborgararétti

Leggja til stjórnarskrárbreytingu svo hægt sé að svipta glæpamenn ríkisborgararétti
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hvatti dóttur sína margoft til að láta lóga hundinum – Hefði betur farið að ráðum hennar

Hvatti dóttur sína margoft til að láta lóga hundinum – Hefði betur farið að ráðum hennar