fbpx
Sunnudagur 09.nóvember 2025
Pressan

Gekk sallarólegur inn á lögreglustöð borðandi matinn sinn og játaði „það versta“

Pressan
Fimmtudaginn 6. mars 2025 22:00

Hér játar hann morðið í afgreiðslu lögreglustöðvarinnar. Mynd:Lögreglan

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eftir að hafa kyrkt og barið eiginkonu sína til bana, fór Mark Donovan á pöbbinn og síðan lá leiðin á tvær nuddstofur. Því næst fór hann og keypti sér kínverskan mat og var í óðaönn að borða hann þegar hann gekk inn á lögreglustöð í Ilford í Essex á Englandi og játaði að hafa banað eiginkonu sinni.

Mirror segir að Donovan, sem er 39 ára, hafi ekki játað að hafa myrt eiginkonu sína, hina 37 ára Elsie Mason. Hann bar við sjálfsvörn og sagði að hún hafi hótað honum með hníf og svívirt hann með orðum þennan örlagaríka dag í apríl 2023.

Þegar lögreglumenn fóru að heimili þeirra eftir að Donovan gekk inn á lögreglustöðina, fundu þeir alblóðugt lík Mason á gólfinu. Teppi hafði verið breytt yfir það. Hún var með rúmlega 70 áverka á andlitinu, höfðinu, hálsinum, efri hluta líkamans, handleggjum og fótleggjum. Blóðblettir fundust á veggjum og húsgögnum í íbúðinni.

Saksóknari sagði fyrir dómi að ástarbréf frá nýjum unnusta hennar, hafi fundist við hlið líksins. Sagði hann að líklega hafi Donovan orðið mjög afprýðissamur þegar hann fann bréfið og hafi ráðist á hana. Bréfið hafði verið brotið snyrtilega saman og þykir það benda til að Mason hafi geymt það í handtöskunni sinni.

Verjandi Donovan hélt því fram skjólstæðingur hans glími við andleg veikindi og hafi hugarástand hans litast af því þegar hann banaði Mason. Af þeim sökum ætti aðeins að sakfella hann fyrir manndráp af gáleysi en ekki morð.

Kviðdómurinn tók ekki undir þetta þegar hann kvað upp úrskurð sinn í síðustu viku og var einróma niðurstaða hans að Donovan hefði myrt Mason.

Dómari kveður upp úr um refsingu hans á næstu dögum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

Smáræðið sem læknirinn hafði engar áhyggjur af reyndist vera fjórða stigs krabbamein

Smáræðið sem læknirinn hafði engar áhyggjur af reyndist vera fjórða stigs krabbamein
Pressan
Fyrir 3 dögum

Setti Repúblikanaflokkinn á hliðina með viðtali við umdeildan áhrifavald og er nú kallaður heigull

Setti Repúblikanaflokkinn á hliðina með viðtali við umdeildan áhrifavald og er nú kallaður heigull
Pressan
Fyrir 4 dögum

Dick Cheney er látinn

Dick Cheney er látinn
Pressan
Fyrir 4 dögum

Telja sig vita hvert Andrés fyrrum Bretaprins ætli að flýja eftir fjölmiðlafárið

Telja sig vita hvert Andrés fyrrum Bretaprins ætli að flýja eftir fjölmiðlafárið
Pressan
Fyrir 5 dögum

George Clooney: Mistök að láta Kamölu Harris taka við af Biden

George Clooney: Mistök að láta Kamölu Harris taka við af Biden
Pressan
Fyrir 5 dögum

Óhugnaður eftir að 13 ára stúlka komst í kynni við mann á Snapchat

Óhugnaður eftir að 13 ára stúlka komst í kynni við mann á Snapchat