fbpx
Miðvikudagur 30.apríl 2025
Pressan

Risastórar vendingar í máli Émile litla sem hvarf sumarið 2023

Pressan
Þriðjudaginn 25. mars 2025 10:14

Émile. Mynd: Franska lögreglan

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lögregluyfirvöld í Frakklandi hafa handtekið afa og ömmu ungs drengs sem hvarf sporlaust frá þorpinu Haut-Vernet, suður af Grenoble, í júlí 2023.

Mikið var fjallað um mál drengsins, Émile Soleil, á sínum tíma en hann hvarf þegar hann var í heimsókn hjá afa sínum og ömmu í umræddu þorpi. Í mars 2024 fundust líkamsleifar hans, þar á meðal höfuðkúpa, skammt frá staðnum þar sem hann sást síðast á.

Sjá einnig: Varpa fram kenningu um hvarf Émile sem gæti kollvarpað rannsókninni

Ýmsum kenningum var varpað fram um hvað kom fyrir en bitför voru meðal annars á höfuðkúpunni og veltu ýmsir því fyrir sér hvort úlfar hefðu numið drenginn á brott. Þá var ekki útilokað að hvarf hans hefði verið af mannavöldum. Enn önnur kenning var á þá leið að Émile hefði orðið fyrir vinnuvél á svæðinu þar sem uppskerutími var þegar hann hvarf.

Það var amma Émile sem hringdi í lögregluna þann 8. júlí 2023 og tilkynnti hvarf hans. Hún sagði að Émile hafi sofið fram undir klukkan 17. Þegar hún hringdi í lögregluna klukkan 18.12 hafði hún leitað hans í 45 mínútur.

Um 800 manns tóku þátt í leitinni og bestu sporhundar Frakklands voru fluttir til þorpsins til að aðstoða við leitina. Þeir eru sagðir hafa rekið slóð Émile að ákveðnum stað um 50 metra frá heimili afa hans og ömmu. Þar virðist slóðin hafa horfið og engu líkara en Émile hafi verið lyft upp og ekki settur niður aftur.

Nú greina franskir fjölmiðlar frá því að afinn og amman liggi undir grun í málinu um að hafa orðið Émile að bana og falið lík hans. Philippe og Anne Vedovini, sem bæði eru 59 ára, voru handtekin í morgun og færð í varðhald ásamt tveimur uppkomnum börnum sínum. Þá var húsleit gerð á föstum dvalarstað þeirra sem er í nágrenni frönsku borgarinnar Marseille.

Í yfirlýsingu sem saksóknaraembættið sendi frá sér voru handtökurnar staðfestar og sagt að þær væru afrakstur þrotlausrar vinnu lögreglu síðustu mánuði. Lögmaður Vedovini-hjónanna vildi ekki tjá sig um málið þegar eftir því var leitað í morgun.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Lýsir áfallinu þegar hún fékk símtalið: „Engin merki um að hún hefði þetta í hyggju“

Lýsir áfallinu þegar hún fékk símtalið: „Engin merki um að hún hefði þetta í hyggju“
Pressan
Í gær

Hvað er að gerast í Evrópu? Heilu borgirnar án rafmagns á Spáni og í Portúgal

Hvað er að gerast í Evrópu? Heilu borgirnar án rafmagns á Spáni og í Portúgal
Pressan
Fyrir 2 dögum

Tók til sinna eigin ráða eftir að dóttir hennar var myrt og það átti eftir að kosta hana lífið – Ævintýraleg barátta syrgjandi móður sem bauð glæpagengi birginn

Tók til sinna eigin ráða eftir að dóttir hennar var myrt og það átti eftir að kosta hana lífið – Ævintýraleg barátta syrgjandi móður sem bauð glæpagengi birginn
Pressan
Fyrir 2 dögum

Upplifði óbærilegan sársauka fyrir andlátið – „Það braut hana niður“

Upplifði óbærilegan sársauka fyrir andlátið – „Það braut hana niður“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Óhugnanlegar niðurstöður nýrrar rannsóknar – Símanotkun minnir á „spilafíkn“

Óhugnanlegar niðurstöður nýrrar rannsóknar – Símanotkun minnir á „spilafíkn“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hvað hugsar hundurinn þinn þegar þú ferð að heiman?

Hvað hugsar hundurinn þinn þegar þú ferð að heiman?
Pressan
Fyrir 4 dögum

Hentu óvart listaverki eftir Andy Warhol

Hentu óvart listaverki eftir Andy Warhol
Pressan
Fyrir 4 dögum

Rússneskir herforingi sprengdur í loft upp

Rússneskir herforingi sprengdur í loft upp