fbpx
Föstudagur 19.desember 2025
Pressan

Baulað á varaforsetann á tónleikum en viðbrögðin komu á óvart – „Hann er að djóka, er það ekki?“

Pressan
Laugardaginn 15. mars 2025 23:42

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Gestir á tónleikum National Symphony Orchestra bauluðu á varaforseta Bandaríkjanna á fimmtudaginn. JD Vance var þangað mættur með eiginkonu sinni, Usha, og brugðust tónleikagestir ókvæða við og sökuðu varaforsetann um að hafa eyðilagt tónleikastaðinn, hið fræga Kennedy Center.

Þetta þótti einstaklega óvenjulegt enda er sjaldan mikið um óspektir á tónleikum þar sem gestir mæta til að hlýða á klassíska tónlist.

Vance hélt stillingu sinni og brást við baulinu með því að brosa og veifa.

Eftir að fréttir bárust af baulinu steig formaður Kennedy Center fram og sakaði tónleikagesti um óumburðarlyndi. Richard Grenell tók nýlega við stöðunni en hann var skipaður af Donald Trump Bandaríkjaforseta sem hefur heitið því að gera Kennedy Center aftur frábært og losa það undan „vók“-hugmyndafræði.

Mörgum þótti það vægast sagt kaldhæðnislegt þegar Grenell brást við baulinu með því að hvetja tónleikargesti til að fagna fjölbreytni og inngildingu. Trump hefur farið mikinn í aðgerðum sínum gegn svokölluðum DEI-aðgerðum sem byggja á hugmyndum um fjölbreyttni, jafnrétti og inngildingu.+

Kallaði eftir meiri fjölbreytni og inngildingu

Grenell sagði í pósti sem hann sendi starfsfólki:

„Ég hef fengið þó nokkur skilaboð frá starfsfólki Kennedy Center sem er miður sín eftir að fleiri en nokkrir gestir sinfóníunnar bauluðu hátt á varaforsetann og eiginkonu hans í gær. Sem fremsta listastofnun Bandaríkjanna verðum við að gera Kennedy Center að stað þar sem allir eru boðnir velkomnir. Við eigum klárlega verk fram undan. Og ég heyri reiði ykkar.“

Grenell hefur sjálfur gert það að einu sínu helsta baráttumáli að berjast gegn frjálslyndri hugmyndafræði. Því þykir undarlegt að hann sé nú að kalla eftir inngildingu og fjölbreyttni, nokkru sem forsetinn er sem stendur að berjast gegn.

„Sem formaður þessarar stofnunar tek ég fjölbreytni og inngildingu alvarlega. Ég hef hitt mörg ykkar og ég elska það að við erum kristin, múslímar, gyðingar, trúleysingjar, samkynhneigð, gagnkynhneigð, svört, hvít, latnesk og öll ólík. Óumburðarlyndi gegn fólki með ólíkar stjórnmálaskoðanir er jafn óásættanlegt og óumburðarlyndi á öðrum sviðum. Öll eru velkomin í Kennedy Center.“

Fólk í listaheimi Bandaríkjanna átti ekki orð yfir hræsninni. Einn spyr hvort að Grenell sé alvara. „Hann er að djóka, er það ekki?“ Hér voru tónleikagestir að mótmæla ríkisstjórn sem hefur ráðist í víðtækar aðgerðir gegn minnihlutahópum, hinsegin samfélaginu og barist gegn jafnréttisaðgerðum.

Grenell skrifaði svo á X: „Það truflar mig að sjá hversu margir í tónleikasalnum eru hvítir og óumburðarlyndir gagnvart fjölbreyttum stjórnmálaskoðunum. Fjölbreytileikinn er okkar styrkleiki. Við verðum að gera betur. Við verðum að bjóða ÖLL velkomin. Við munum ekki leyfa Kennedy Center að verða staður óumburðarlyndis.“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Opnar sig og sýnir ör eftir brjóstnám – „Ég deili þessum örum með mörgum konum sem ég elska“

Opnar sig og sýnir ör eftir brjóstnám – „Ég deili þessum örum með mörgum konum sem ég elska“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Birta dramatískar myndir af því þegar sonur leikstjórans var handtekinn

Birta dramatískar myndir af því þegar sonur leikstjórans var handtekinn
Pressan
Fyrir 3 dögum

Ótrúlegt myndband af hetjunni í Sydney – „Hann er hetja, 100% hetja“

Ótrúlegt myndband af hetjunni í Sydney – „Hann er hetja, 100% hetja“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Faðir skaut son sinn vegna heimsóknarleysis

Faðir skaut son sinn vegna heimsóknarleysis
Pressan
Fyrir 1 viku

Móðir og amma handteknar eftir að tveggja ára stúlka rannst ráfandi í skógi

Móðir og amma handteknar eftir að tveggja ára stúlka rannst ráfandi í skógi
Pressan
Fyrir 1 viku

Fyrsta málsókn sinnar tegundar: ChatGPT sakað um að hafa átt þátt í fjölskylduharmleik

Fyrsta málsókn sinnar tegundar: ChatGPT sakað um að hafa átt þátt í fjölskylduharmleik
Pressan
Fyrir 1 viku

Trump brjálaður og segir það jaðra við landráð að fjölmiðlar saki hann um að vera heilsuveill

Trump brjálaður og segir það jaðra við landráð að fjölmiðlar saki hann um að vera heilsuveill
Pressan
Fyrir 1 viku

Afhjúpa ógnvekjandi áróðursherferð sem bendlaði Taylor Swift við nasisma

Afhjúpa ógnvekjandi áróðursherferð sem bendlaði Taylor Swift við nasisma