fbpx
Miðvikudagur 22.október 2025
Pressan

Þetta tvennt hjálpar þér að losna við klósettferðir á nóttunni

Pressan
Sunnudaginn 9. febrúar 2025 21:30

Ætli hún þurfi að pissa?

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það er í sjálfu sér ekkert óeðlilegt við að þurfa að pissa einu sinni yfir nóttina ef þú þarft að fara margoft að pissa á hverri nóttu, þá getur það eyðilagt nætursvefninn.

Dr Edward Schaeffer, hjá Northwestern háskólanum í Chicago í Illinois, veitti góð ráð um hvernig er hægt að fækka klósettferðum að næturlagi í hlaðvarpinu Peter Attia Drive Podcast.

Hann sagði að fyrra ráðið sé einfalt og skýrt: Ekki drekka áfengi þegar líður að háttatíma. Ástæðan er að áfengi, bæði bjór og aðrir áfengir drykkir, eiga það til að fylla blöðruna mjög hratt og þess utan dregur alkóhólið úr framleiðslu hormóns sem vinnur gegn þvagmyndun.

Hitt ráðið er einnig einfalt: Ekki drekka þegar líður að háttatíma! Það er freistandi að fá sér aðeins að drekka yfir sjónvarpinu á kvöldin en það skilar sér með því að maður þarf að losa sig við þetta nokkrum klukkustundum síðar, þegar maður á að vera í draumalandinu.

Það að fá sér að drekka eykur vökvamagnið sem leiðir að sjálfsögðu til tíðra klósettferða.

Ef þú lendir í því að vakna til að pissa, þá skaltu forðast að fá þér vatnssopa áður en þú leggst aftur upp í. Vatnið rennur hratt í gegn og þú átt á hættu að þurfa að fara aftur að pissa innan skamms.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Kom að honum á bílastæðinu með blóðuga öxi – Skömmu síðar fundust tvö lík

Kom að honum á bílastæðinu með blóðuga öxi – Skömmu síðar fundust tvö lík
Pressan
Fyrir 2 dögum

Mál glæsikvendis skekur Brasilíu – Móðir, laganemi og raðmorðingi

Mál glæsikvendis skekur Brasilíu – Móðir, laganemi og raðmorðingi
Pressan
Fyrir 4 dögum

Lögregla búin að gefast upp og hættir leitinni að Gus litla

Lögregla búin að gefast upp og hættir leitinni að Gus litla
Pressan
Fyrir 4 dögum

Ríkisstjóri vann 170 milljónir í spilavíti í Las Vegas – „Ég var ótrúlega heppinn“

Ríkisstjóri vann 170 milljónir í spilavíti í Las Vegas – „Ég var ótrúlega heppinn“
Pressan
Fyrir 5 dögum

Ítölsk fyrirsæta látin eftir hrottalega árás

Ítölsk fyrirsæta látin eftir hrottalega árás
Pressan
Fyrir 5 dögum

Vita hvers vegna Titan-köfunartækið féll saman með skelfilegum afleiðingum

Vita hvers vegna Titan-köfunartækið féll saman með skelfilegum afleiðingum