fbpx
Þriðjudagur 04.nóvember 2025
Pressan

Sektaður fyrir að hafa verið drukkin þegar hann flaug dróna

Pressan
Föstudaginn 7. febrúar 2025 07:30

Mynd úr safni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Dómstóll í Svíþjóð sektaði nýlega 55 ára mann fyrir að hafa verið undir áhrifum áfengis þegar hann flaug dróna. Sagði dómurinn að sömu reglur gildi varðandi þetta og að aka undir áhrifum áfengis.

The Guardian segir að talið sé að þetta sé í fyrsta sinn sem einhver hefur verið saksóttur fyrir brot af þessu tagi í Svíþjóð.

Fá ríki hafa gert það refsivert að vera undir áhrifum áfengis þegar dróna er flogið. Japanir gerðu þetta refsivert 2019.

Málið kom upp þegar lögreglan var að nota dróna í Rättvik, sem er í miðju landinu, til að fylgjast með fornbílasamkomu. Komu lögreglumenn þá auga á annan dróna á flugi á svæði þar sem allt drónaflug var bannað.

Lögreglumenn fundu stjórnanda drónans og þar sem grunur lék á að hann væri undir áhrifum áfengis var blóðsýni tekið úr honum. Reyndist áfengismagnið vera 0,69 prómill. Samkvæmt sænskum umferðarlögum er refsivert að stýra ökutæki ef áfengismagnið í blóði er meira en 0,02 prómill.

Maðurinn neitaði sök og sagði að vinur hans hafi stýrt drónanum en sá var ekki á staðnum þegar lögreglan handtók hann.

Dómurinn lagði ekki trúnað að þennan framburð hans og sektaði hann um 32.000 sænskar krónur.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Foreldrar fá að sjá nöfn og myndir af dæmdum níðingum

Foreldrar fá að sjá nöfn og myndir af dæmdum níðingum
Pressan
Fyrir 2 dögum

Játaði til að vernda kærustuna sem svo sveik hana – „Þetta var rosaleg ást, er það ekki? Hún var banvæn“

Játaði til að vernda kærustuna sem svo sveik hana – „Þetta var rosaleg ást, er það ekki? Hún var banvæn“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Bandaríkjamenn íhuga að banna vinsælan netbeini – Ástæðan er þessi

Bandaríkjamenn íhuga að banna vinsælan netbeini – Ástæðan er þessi
Pressan
Fyrir 3 dögum

Rifjaði upp sögu af því þegar Andrés keypti sér 40 vændiskonur á fjórum dögum í Taílandi

Rifjaði upp sögu af því þegar Andrés keypti sér 40 vændiskonur á fjórum dögum í Taílandi
Pressan
Fyrir 5 dögum

Neita að svara spurningum um einkasamkvæmi fjölskyldumeðlima í embættisbústaðnum og gagnrýna fréttaflutning harðlega

Neita að svara spurningum um einkasamkvæmi fjölskyldumeðlima í embættisbústaðnum og gagnrýna fréttaflutning harðlega
Pressan
Fyrir 5 dögum

Trump harðlega gagnrýndur fyrir framkvæmd og útfærslu viðhafnarsalarins – Rak nefndina sem átti að skila umsögn

Trump harðlega gagnrýndur fyrir framkvæmd og útfærslu viðhafnarsalarins – Rak nefndina sem átti að skila umsögn