fbpx
Miðvikudagur 19.nóvember 2025
Pressan

Versti mislingafaraldurinn í tæp 30 ár

Pressan
Mánudaginn 17. febrúar 2025 07:00

Mynd úr safni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Versti mislingafaraldurinn í tæp 30 ár geisar nú í Texas. Mislingar eru einna mest smitandi barnasjúkdómurinn og þess utan stórhættulegur. Hlutfall bólusettra barna hefur farið lækkandi í Bandaríkjunum og það er talið eiga sinn þátt í faraldrinum.

AFP skýrir frá þessu og segir að 48 hafi greinst með mislinga í vesturhluta ríkisins, aðallega börn og ungmenni. Öll hin smituðu eru óbólusett eða óvíst hvort þau hafa verið bólusett. 13 liggja á sjúkrahúsi.

Amesh Adalja, hjá Johns Hopkins háskólanum, sagði í samtali við AFP að mesta hættan á faröldrum af þessu tagi sé í litlum samfélögum í Bandaríkjunum og það komi ekki á óvart að faraldurinn hafi brotist út á svæðinu þar sem lægsta bólusetningartíðnin í Texas er.

Dregið hefur úr bólusetningum barna í Bandaríkjunum og hefur sú þróun færst í aukana í kjölfar heimsfaraldurs kórónuveirunnar. Margir höfðu þá efasemdir um bóluefnin gegn veirunni vegna þess hversu hratt þróun þeirra gekk fyrir sig. Einnig var mikið um dreifingu rangra upplýsinga um bóluefni á tíma heimsfaraldursins.

Á landsvísu var hlutfall bólusettra barna í fyrsta bekk grunnskóla komið undir 93% skólaárið 2023-2024. Markmið smitsjúkdómastofnunar landsins er að 95% barna séu bólusett.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

5 hlutir sem þú ættir að henda strax af baðinu

5 hlutir sem þú ættir að henda strax af baðinu
Pressan
Fyrir 4 dögum

Ákærður fyrir morð á sonum sínum – 15 ár frá hvarfi þeirra

Ákærður fyrir morð á sonum sínum – 15 ár frá hvarfi þeirra
Pressan
Fyrir 5 dögum

Epstein-málið veldur enn einu fjaðrafokinu – Níðingurinn baktalaði forsetann hressilega í tölvupóstum

Epstein-málið veldur enn einu fjaðrafokinu – Níðingurinn baktalaði forsetann hressilega í tölvupóstum
Pressan
Fyrir 6 dögum

Mæðgur voru ofsóttar af eltihrelli í 12 ár – „Ég hef loksins fundið þig“

Mæðgur voru ofsóttar af eltihrelli í 12 ár – „Ég hef loksins fundið þig“
Pressan
Fyrir 1 viku

Varar við ferðalögum til vinsæls áfangastaðar eftir óhugnanleg dauðsföll

Varar við ferðalögum til vinsæls áfangastaðar eftir óhugnanleg dauðsföll
Pressan
Fyrir 1 viku

Ákærður fyrir tvö morð – Segir dulkóðuð skilaboð kakkalakka hafa sagt sér að drepa

Ákærður fyrir tvö morð – Segir dulkóðuð skilaboð kakkalakka hafa sagt sér að drepa
Pressan
Fyrir 1 viku

Hjónin sögð taktlaust tvíeyki – „Þetta er svo klisjukennt“

Hjónin sögð taktlaust tvíeyki – „Þetta er svo klisjukennt“
Pressan
Fyrir 1 viku

Endalaus hneykslismál liðsmanns Svíþjóðardemókrata – Gat ekki hætt að taka myndbönd af sjálfum sér undir áhrifum

Endalaus hneykslismál liðsmanns Svíþjóðardemókrata – Gat ekki hætt að taka myndbönd af sjálfum sér undir áhrifum