fbpx
Þriðjudagur 06.janúar 2026
Pressan

Bjórinn þinn mun bragðast öðruvísi í framtíðinni – Verður ekki eins bitur

Pressan
Sunnudaginn 16. febrúar 2025 16:30

Bjórbragðið mun breytast. Mynd: EPA-EFE/SCOTT BARBOUR

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sumir elska bjór, aðrir hata hann og vilja frekar fá sér gosdrykk eða sódavatn. En nú geta bjórunnendur farið að undirbúa sig undir breytt bragð af bjórnum því það mun breytast í framtíðinni að sögn vísindamanna.

Ástæðan er loftslagsbreytingarnar. Þær hafa nú þegar valdið því að framleiðslan á þeim humlum, sem gera bjórinn bitran, hefur dregist saman um 20% síðan á áttunda áratugnum og staðan á eftir að versna enn frekar.

Vísindamenn reikna með að fram til 2050 minnki magn aðalsýrunnar í humlum, þeirrar sem gerir bjórinn bitran, um 31%. BBC skýrir frá þessu.

Hærri hiti og þurrkar gera bændum erfitt fyrir við ræktun gæðahumla, sérstaklega í hinum miklum bjórframleiðsluríkjum Tékklandi og Þýskalandi.

Þessi dapra framtíðarsýn hefur gert að verkum að margir bjórframleiðendur eru að gera tilraunir með aðrar tegundir af humlum og aðrir reyna að koma sér upp sjálfbærri ræktun.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Móðir handtekin eftir að lík af 9 ára stúlku fannst

Móðir handtekin eftir að lík af 9 ára stúlku fannst
Pressan
Fyrir 2 dögum

Var við hestaheilsu þar til hann komst í tæri við orkudrykki

Var við hestaheilsu þar til hann komst í tæri við orkudrykki
Pressan
Fyrir 4 dögum

Ungir menn dáið í hrönnum vegna umskurðar

Ungir menn dáið í hrönnum vegna umskurðar
Pressan
Fyrir 4 dögum

Einn hrottalegasti raðmorðingi sögunnar þurfti að vera í búri í réttarhöldum sínum – Dæmdur til dauða og ein byssukúla látin nægja

Einn hrottalegasti raðmorðingi sögunnar þurfti að vera í búri í réttarhöldum sínum – Dæmdur til dauða og ein byssukúla látin nægja