fbpx
Þriðjudagur 09.desember 2025
Pressan

Gekkst undir lífsnauðsynlega aðgerð: Eitt fór þó fram hjá læknum og afleiðingarnar voru hræðilegar

Pressan
Þriðjudaginn 9. desember 2025 06:00

Mynd/Pexels

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Karlmaður í Michigan í Bandaríkjunum gekk ekki alls fyrir löngu undir líffæraígræðslu sem átti að bjarga lífi hans. Hún hafði hins vegar þveröfug áhrif og lést maðurinn úr skelfilegum sjúkdómi um viku síðar.

New York Times segir frá þessu en maðurinn var haldinn nýrnasjúkdómi og þurfti nauðsynlega að gangast undir ígræðslu.

Maðurinn taldi sig hafa dottið í lukkupottinn þegar líffæragjafi fannst sem talinn var hafa látist úr hjartaáfalli.

Ekki löngu eftir ígræðsluna fór heilsu líffæraþegans mjög hrakandi og kom fljótlega í ljós að hann var haldinn hundaæði.

Rannsókn leiddi í ljós að líffæragjafinn hafði skömmu fyrir andlát sitt verið klóraður af skunki á lóð við heimili sitt í Idaho.

Hann lést um fimm dögum síðar en rannsókn Sóttvarnastofnunar Bandaríkjanna (CDC) leiddi í ljós að maðurinn hafði sýnt einkenni hundaæðis fyrir andlát sitt. Hann sá ofsjónir, átti í erfiðleikum með að kyngja og ganga og var mjög stirður í hálsinum. Rannsóknir staðfestu síðar að líffæragjafinn var með hundaæði.

„Þetta er ótrúlega sjaldgæfur atburður,“ segir Dr. Lara Danziger-Isakov, sérfræðingur í smitsjúkdómum við Cincinnati Children’s Hospital Medical Center, í samtali við New York Times.

Bent er á það að líffæragjafar séu yfirleitt ekki skimaðir fyrir hundaæði þar sem sjúkdómurinn er afar sjaldgæfur. Þegar einkenni hundaæðis eru byrjuð að koma fram er sjúkdómurinn nær alltaf banvænn.

Frá árinu 1978 hefur CDC skráð 13 tilfelli þar sem líffæraþegar hafa smitast af hundaæði frá gjöfum, þar af sjö banvæn. Heilbrigðisyfirvöld telja líklegt að skunkurinn hafi smitast af leðurblöku.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

29 ára ballerína slær frægum milljarðamæringum við – Hætti að dansa og tók mikla áhættu

29 ára ballerína slær frægum milljarðamæringum við – Hætti að dansa og tók mikla áhættu
Pressan
Fyrir 3 dögum

Leggja til stjórnarskrárbreytingu svo hægt sé að svipta glæpamenn ríkisborgararétti

Leggja til stjórnarskrárbreytingu svo hægt sé að svipta glæpamenn ríkisborgararétti
Pressan
Fyrir 3 dögum

Laundóttir Pútíns stöðvuð í París: „Fyrir þremur vikum drap faðir þinn bróður minn“

Laundóttir Pútíns stöðvuð í París: „Fyrir þremur vikum drap faðir þinn bróður minn“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Hjónin lifðu í miklum lúxus í Dúbaí: Myrt á hrottalegan hátt eftir misheppnaða fjárkúgun

Hjónin lifðu í miklum lúxus í Dúbaí: Myrt á hrottalegan hátt eftir misheppnaða fjárkúgun
Pressan
Fyrir 5 dögum

Nýsjálendingur sakaður um að hafa stolið verðmætu Fabergé-hálsmeni með óvenjulegum hætti

Nýsjálendingur sakaður um að hafa stolið verðmætu Fabergé-hálsmeni með óvenjulegum hætti
Pressan
Fyrir 5 dögum

Sökudólgurinn fannst áfengisdauður inni á klósetti

Sökudólgurinn fannst áfengisdauður inni á klósetti