fbpx
Þriðjudagur 09.desember 2025
Pressan

Fjölskylduferð til Víetnam breyttist í martröð: Berst fyrir lífi sínu eftir einfalda fegrunaraðgerð

Pressan
Þriðjudaginn 9. desember 2025 07:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Áströlsk kona liggur á milli heims og helju á sjúkrahúsi í Víetnam eftir að hafa gengist undir fegrunaraðgerð sem átti að vera tiltölulega einföld.

Konan, Chloe Mowday, 31 árs, lagði af stað í Asíureisu með eiginmanni sínum Josh og fimm ára syni þeirra, Elijah, fyrir skemmstu. Ætlaði fjölskyldan sér meðal annars að heimsækja DisneyLand í Hong Kong og Universal Studios í Singapúr og þá ætlaði Chloe að gangast undir aðgerð á nefi og augnlokum í Víetnam þar sem verðið á slíkum aðgerðum er töluvert hagstæðara en í Ástralíu.

Byrjaði að versna daginn eftir

Báðar aðgerðir eru almennt taldar öruggar og tiltölulega einfaldar og bókaði Chloe sér tíma á læknastofu á meðan þau dvöldu í strandborginni Da Nang. Aðgerðin virtist hafa gengið vel en daginn eftir fór Chloe að líða illa. Josh leist ekkert á blikuna og hringdi eftir sjúkrabíl.

Ástand Chloe hélt áfram að versna og voru verkirnir ekki bara bundnir við aðgerðasvæðin.

„Hún tók lyfin sem henni höfðu verið ávísað og lagðist svo niður til að hvíla sig. Þegar Josh kom til hennar nokkrum klukkustundum síðar bar hún sig mjög illa og fór síðan í öndunarstopp. Í kjölfarið virðast líffæri hennar hafa byrjað að gefa sig,“ segir bróðir hennar, Rod, í samtali við News.com.au.

Grunur leikur á að Chloe hafi fengið það sem kallast TSS, eða Toxic Shock Syndrome, sem er eitrun sem stafar af bakteríusýkingu. Það hefur þó ekki verið staðfest og er Chloe í rannsóknum til að komast að nákvæmum orsökum og þá hefur lögregla hafið rannsókn á málinu.

Gátu ekki svarað

Rod segir að systir hans sé í blóðskilun, hafi þurft á blóðgjöf að halda og á lyfjum til að halda blóðþrýstingnum í eðlilegu jafnvægi. Rod flaug frá Ástralíu til Víetnam til að vera við hlið systur sinnar og segist hann hafa fengið áfall þegar hann sá hana liggjandi í sjúkrarúminu.

„Læknarnir sögðu að hún væri mjög sterk, en þegar ég spurði hvort hún myndi lifa þetta af gátu þeir ekki svarað beint,“ sagði hann. „Það sem ég sá var mjög erfitt. Hún var ekki með meðvitund, slöngur út úr henni alls staðar.“

Rod dvaldi í Víetnam í fimm daga og segir hann að læknar hafi reynt að vekja Chloe en án árangurs. „Þeir hættu smám saman að gefa henni lyfin sem héldu henni sofandi, en líkaminn réði ekki við það. Daginn eftir þurftu þeir að setja hana aftur í dá,“ segir hann og er Chloe enn í öndunarvél.

Blásið hefur verið til söfnunar til að koma Chloe heim til Ástralíu, en slíkur flutningur kostar fleiri milljónir króna sem aðstandendur Chloe vonast til að geta safnað. Nú þegar hafa 1,3 milljónir króna safnast.

„Læknarnir sögðu að hún ætti betri möguleika á bata heima í Ástralíu, svo við reynum að koma henni heim með sjúkraflugi eins fljótt og auðið er. Hún á þrjú ung börn og ástríkan eiginmann sem hefur staðið við hlið hennar frá upphafi, með fimm ára son þeirra hjá sér,“ sagði Rod á GoFundMe-síðunni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

Upprættu satanískan barnaníðshring – „Þetta efni var sérstaklega skelfilegt“

Upprættu satanískan barnaníðshring – „Þetta efni var sérstaklega skelfilegt“
Pressan
Fyrir 3 dögum

29 ára ballerína slær frægum milljarðamæringum við – Hætti að dansa og tók mikla áhættu

29 ára ballerína slær frægum milljarðamæringum við – Hætti að dansa og tók mikla áhættu
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hjartnæm ástæða þess að Karl konungur vill „sérstök“ jól í ár

Hjartnæm ástæða þess að Karl konungur vill „sérstök“ jól í ár
Pressan
Fyrir 4 dögum

Laundóttir Pútíns stöðvuð í París: „Fyrir þremur vikum drap faðir þinn bróður minn“

Laundóttir Pútíns stöðvuð í París: „Fyrir þremur vikum drap faðir þinn bróður minn“
Pressan
Fyrir 5 dögum

Kjörinn fulltrúi Repúblikana sökuð um að hafa rænt unglingsdóttur kollega eftir að hann neitaði að sofa hjá henni

Kjörinn fulltrúi Repúblikana sökuð um að hafa rænt unglingsdóttur kollega eftir að hann neitaði að sofa hjá henni
Pressan
Fyrir 5 dögum

Nýsjálendingur sakaður um að hafa stolið verðmætu Fabergé-hálsmeni með óvenjulegum hætti

Nýsjálendingur sakaður um að hafa stolið verðmætu Fabergé-hálsmeni með óvenjulegum hætti
Pressan
Fyrir 6 dögum

Myrti eiginkonu sína og gróf hana svo upp og misþyrmdi líkinu – „Ég er skrímsli“

Myrti eiginkonu sína og gróf hana svo upp og misþyrmdi líkinu – „Ég er skrímsli“
Pressan
Fyrir 6 dögum

37 ára kennari viðurkennir að hafa stundað kynlíf með 15 ára nemanda – Sagði hann vera of freistandi

37 ára kennari viðurkennir að hafa stundað kynlíf með 15 ára nemanda – Sagði hann vera of freistandi