fbpx
Þriðjudagur 09.desember 2025
Pressan

Faðir varar ungmenni við eftir dauða 13 ára dóttur sinnar

Pressan
Þriðjudaginn 9. desember 2025 14:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Við erum þeirrar skoðunar að samfélagsmiðlar þurfi að vakta betur hvaða efni ratar á síðurnar þeirra. Þeir virðast geta stjórnað ýmsum hlutum, til dæmis klámi, en virðast ekki skipta sér af efni sem getur dregið fólk til dauða.“

Þetta segir stjúpfaðir hinnar þrettán ára gömlu Tiegan Jarman sem lést þann 6. mars síðastliðinn eftir að hafa andað að sér gasi í þeim tilgangi að komast í vímu.

Stjúpfaðirinn, Rob Hobkin, telur að Tiegan hafi apað eftir áskorun sem hún sá á samfélagsmiðlum og er kallað „chroming“ á ensku. Snýst það um að anda að sér ýmsum löglegum vörum í gasformi úr úðabrúsum, en í tilfelli Tiegan var um að ræða svitalyktareyði.

Það mun ekki síst vera efnið ísóbútan, einnig kallað bútan, sem stuðlar að þessum vímuáhrifum en afleiðingarnar af innöndun þess geta verið lífshættulegar.

Tiegan var búsett í bænum Thurmaston í Leicestershire á Englandi og var hún úrskurðuð við komuna á sjúkrahús.

„Við vitum ekki hvort þetta hafi verið fyrsta skiptið hennar en það var ekkert sem benti til þess að hún hafi gert þetta áður. Hún virðist hafa notað einn brúsa af svitalyktareyði,“ segir hann í viðtali við Daily Mail og hvetur aðra foreldrar til að vera á varðbergi og ræða þessi mál við börn sín.

Tiegan átti þrjú systkini, Brogan 24 ára, Callum 17 ára og Alisha 18 ára. Alisha hefur hrundið af stað undirskriftasöfnun á vefnum Change.org og er tilgangurinn tvennskonar: Annars vegar að hinar ýmsu hættur sem leynast á samfélagsmiðlum rati inn í námsskrá grunnskólabarna og hins vegar að vörur sem geta verið hættulegar innöndun verði merktar með áberandi hætti.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Borgarstjórasonur í Vínarborg trúði röngum aðila fyrir upplýsingum um auðæfi fjölskyldunnar – Myrtur í hrottalegu ráni

Borgarstjórasonur í Vínarborg trúði röngum aðila fyrir upplýsingum um auðæfi fjölskyldunnar – Myrtur í hrottalegu ráni
Pressan
Fyrir 2 dögum

Skellti sér einn í bekkpressu og lét lífið í skelfilegu slysi

Skellti sér einn í bekkpressu og lét lífið í skelfilegu slysi
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hvatti dóttur sína margoft til að láta lóga hundinum – Hefði betur farið að ráðum hennar

Hvatti dóttur sína margoft til að láta lóga hundinum – Hefði betur farið að ráðum hennar
Pressan
Fyrir 4 dögum

Glæpamenn gera þjónustu við fatlaða að féþúfu

Glæpamenn gera þjónustu við fatlaða að féþúfu
Pressan
Fyrir 6 dögum

Netanyahu í erfiðri stöðu út af herskyldu bókstafstrúarmanna

Netanyahu í erfiðri stöðu út af herskyldu bókstafstrúarmanna
Pressan
Fyrir 6 dögum

Par fannst myrt – Við hlið þeirra var ungbarnið að knúsa foreldrana og fá þau til að leika

Par fannst myrt – Við hlið þeirra var ungbarnið að knúsa foreldrana og fá þau til að leika