
Þetta segir stjúpfaðir hinnar þrettán ára gömlu Tiegan Jarman sem lést þann 6. mars síðastliðinn eftir að hafa andað að sér gasi í þeim tilgangi að komast í vímu.
Stjúpfaðirinn, Rob Hobkin, telur að Tiegan hafi apað eftir áskorun sem hún sá á samfélagsmiðlum og er kallað „chroming“ á ensku. Snýst það um að anda að sér ýmsum löglegum vörum í gasformi úr úðabrúsum, en í tilfelli Tiegan var um að ræða svitalyktareyði.
Það mun ekki síst vera efnið ísóbútan, einnig kallað bútan, sem stuðlar að þessum vímuáhrifum en afleiðingarnar af innöndun þess geta verið lífshættulegar.
Tiegan var búsett í bænum Thurmaston í Leicestershire á Englandi og var hún úrskurðuð við komuna á sjúkrahús.
„Við vitum ekki hvort þetta hafi verið fyrsta skiptið hennar en það var ekkert sem benti til þess að hún hafi gert þetta áður. Hún virðist hafa notað einn brúsa af svitalyktareyði,“ segir hann í viðtali við Daily Mail og hvetur aðra foreldrar til að vera á varðbergi og ræða þessi mál við börn sín.
Tiegan átti þrjú systkini, Brogan 24 ára, Callum 17 ára og Alisha 18 ára. Alisha hefur hrundið af stað undirskriftasöfnun á vefnum Change.org og er tilgangurinn tvennskonar: Annars vegar að hinar ýmsu hættur sem leynast á samfélagsmiðlum rati inn í námsskrá grunnskólabarna og hins vegar að vörur sem geta verið hættulegar innöndun verði merktar með áberandi hætti.