
19 ára gamall maður er nú í haldi lögreglunnar í Baltimore grunaður um tilraun til barnaráns. Er honum gert að sök að hafa þann 4. desember gengið upp að þremur ungum börnum fyrir utan heimili tveggja þeirra og reynt að sannfæra þau um að koma með sér.
„Hann kom og sagði börnunum mínum að foreldrar þeirra væru ekki heima og að þau þyrftu að fara með honum,“ segir móðir tveggja barnanna í samtali við fjölmiðla.
„Sonur minn segist hafa komið nálægt honum en ekki snert hann. En hann kom nógu nálægt syni mínum til að geta gripið í hann,“ hélt móðirin áfram en bætti svo við að eiginmaður hennar hafi heyrt börnin berja á dyrnar og hafi hann náð að hræða Keelan í burtu.
Börnin greindu foreldrum sínum frá því að hafa séð til Keelan nokkrum sinnum í hverfinu. Foreldrarnir segjast dauðfegnir að ekki fór verr í þeirra tilviki en eru eðlilega verulega slegin.