fbpx
Þriðjudagur 09.desember 2025
Pressan

Segir að svona tali Repúblikanar um Trump á bak við luktar dyr

Pressan
Mánudaginn 8. desember 2025 13:30

Marjorie Taylor Greene. Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kollsteypa ársins í bandarískum stjórnmálum tilheyrir án efa fulltrúadeildarþingkonunni Marjorie Taylor Greene. Hún fór frá því að vera gallhaður stuðningsmaður Donald Trump Bandaríkjaforseta yfir í að vera einn af hans háværustu gagnrýnendum. Greene hefur tilkynnt að hún muni segja af sér þingmennsku á nýju ári enda segir hún forsetann og flokk hans hafa misst sjónar á því sem skipti máli – hagsmunum þjóðarinnar. Til að senda forsetanum svo enn einn miðjufingurinn ákvað Greene að setjast niður með erkióvinum Trump, fréttaskýringaþættinum 60 Minutes. Þar lét þingkonan allt flakka.

Greene segist ekki vera hrædd við forsetann og því hafi hún ekki veigrað sér með því að standa með þolendum níðingsins Jeffrey Epstein og krefjast þess að skjöl úr máli hans verði gerð opinber.

„Hann varð bálreiður út í mig fyrir að skrifa undir kröfuna um að birta skjölin,“ sagði Greene í viðtalinu. Hún hafi talið það siðferðislega skyldu sína að styðja við birtinguna enda hafi þolendur kallað eftir því. „Þær eiga það skilið, og hann varð brjálaður út í mig.“

Epstein-málið er ekki það eina sem Greene hefur gagnrýnt, en hún hefur einnig talað gegn stefnu Repúblikana í heilbrigðismálum, milliríkjasamskiptum við Ísrael og eins gagnrýndi hún það þegar deilur flokkanna á þingi leiddu til rekstrarstöðvunar hins opinbera í rúman mánuð. Greene telur að repúblikanar sýni Trump blinda hollustu hreinlega því þeir óttast hann. Það myndi koma mörgum á óvart að heyra hvernig samflokksmenn Trump tala um hann á bak við luktar dyr.

„Ég hef fylgst með mörgum kollegum fara frá því að hæðast af honum, hæðast af því hvernig hann talar, hæðast að mér fyrir að styðja hann þegar hann vann prófkjörið 2024, yfir í að, afsakið orðbragðið, kyssa á honum rassgatið og setja upp MAGA-húfu í fyrsta skiptið.“

Greene segist reglulega hafa fengið hótanir frá vinstrimönnum síðan hún hóf afskipti af stjórnvöldum. Eftir að hún gagnrýndi Trump byrjaði hún þó að fá hótanir frá hægrimönnum, og þær hótanir voru margar ógnvekjandi.

„Rörasprengju var kastað á heimili mitt og ég hef fengið beinar líflátshótanir gegn syni mínum. Titillinn á líflátshótuninni gegn syni mínum var nákvæmlega það sem Trump kallaði mig: Marjorie svikari Greene.“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

Hvatti dóttur sína margoft til að láta lóga hundinum – Hefði betur farið að ráðum hennar

Hvatti dóttur sína margoft til að láta lóga hundinum – Hefði betur farið að ráðum hennar
Pressan
Fyrir 3 dögum

Glæpamenn gera þjónustu við fatlaða að féþúfu

Glæpamenn gera þjónustu við fatlaða að féþúfu
Pressan
Fyrir 4 dögum

Ótrúlegir hlutir gerðust eftir að gamli maðurinn brotnaði niður í viðtali – Sjáðu myndbandið

Ótrúlegir hlutir gerðust eftir að gamli maðurinn brotnaði niður í viðtali – Sjáðu myndbandið
Pressan
Fyrir 4 dögum

3 ára drengur lifði af í tvo daga einn í óbyggðum – Hvar fannst hann og skipti einhver um föt á honum?

3 ára drengur lifði af í tvo daga einn í óbyggðum – Hvar fannst hann og skipti einhver um föt á honum?
Pressan
Fyrir 5 dögum

Netanyahu í erfiðri stöðu út af herskyldu bókstafstrúarmanna

Netanyahu í erfiðri stöðu út af herskyldu bókstafstrúarmanna
Pressan
Fyrir 5 dögum

Par fannst myrt – Við hlið þeirra var ungbarnið að knúsa foreldrana og fá þau til að leika

Par fannst myrt – Við hlið þeirra var ungbarnið að knúsa foreldrana og fá þau til að leika