fbpx
Þriðjudagur 09.desember 2025
Pressan

Játaði morð á föður sínum eftir 17 tíma yfirheyrslu: Síðar kom í ljós að faðirinn var alls ekki dáinn

Pressan
Mánudaginn 8. desember 2025 22:00

Thomas var í miklu andlegu ójafnvægi eftir langa yfirheyrslu.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þann 8. ágúst 2018 tilkynnti Thomas Perez yngri um hvarf föður síns, Thomas Perez eldri. Feðgarnir bjuggu saman í borginni Fontana í Kaliforníu og hafði Thomas yngri síðast séð föður sinn daginn áður.

Þetta þótti honum óvanalegt, enda voru þeir feðgar í ágætum samskiptum og vanir að halda hvor öðrum upplýstum um ferðir hvor annars. Brá sonurinn á það ráð að hafa samband við lögreglu til að kanna hvort eitthvað hefði til hans spurst. Faðir hans ætti það nefnilega til að vera dálítið utan við sig og hugsanlega væri hann villtur einhvers staðar.

Tveir lögregluþjónar komu á heimili feðganna og vakti það athygli þeirra að töluverð óreiða var á heimilinu. Þá virtust vera blóðblettir á gólfinu.

Lögreglumennirnir höfðu samband við rannsóknardeild lögreglunnar og komu fulltrúar hennar á heimili feðganna, áður en þeir báðu Thomas yngri að koma á lögreglustöðina til að svara frekari spurningum. Í þeirra augum var eitthvað gruggugt við málið.

Sögðust vissir um að hann hefði drepið föður sinn

Óhætt er að segja að ótrúleg atburðarás hafi byrjað um það leyti sem hann steig inn á lögreglustöðina. Thomas yngri var komið fyrir inni í yfirheyrsluherbergi þar sem hann var yfirheyrður í samtals sautján klukkustundir og hann krafinn svara um hvarf föður síns.

Lögreglumennirnir þrýstu mjög á Thomas og sögðust þess fullvissir að hann hefði drepið hann.

„Þetta gerðist. Þetta gerðist. Þú drapst hann og hann er dáinn,“ sagði lögregluþjónninn Kyle Guthrie í yfirheyrslunni. „Hvernig geturðu setið þarna og sagt að þú vitir ekkert hvað gerðist? Hundurinn þinn situr þarna og hann veit að þú drapst pabba þinn. Horfðu á hann, hann veit þetta.“

Eftir að hafa verið yfirheyrður í hartnær sólarhring gafst Thomas yngri upp og virtist játa á sig morðið. „Fyrirgefðu pabbi. Ég hafði ekki hugmynd, ég elska þig,“ sagði hann í yfirheyrslunni og tóku lögreglumennirnir því þannig að hann væri að játa á sig morðið.

Faðirinn reyndist vera sprelllifandi

Thomas var yfirbugaður af þreytu og andlegu álagi og fór svo að hann var lagður inn á geðdeild vegna sjálfsvígshættu.

En síðar kom í ljós að ekkert morð hafði verið framið og fannst Thomas Perez eldri sprelllifandi daginn eftir. Dóttir hans hafði hringt í lögreglu eftir að lýst var eftir föður hennar í fjölmiðlum og látið vita að hann væri á alþjóðaflugvellinum í Los Angeles á leið í heimsókn til hennar. Hann hafði gleymt símanum sínum heima daginn áður og ekki látið son sinn vita að hann ætlaði að heimsækja bróður sinn í Fontana og dvelja þar um nóttina.

Thomas eldri kom á lögreglustöðina og þó hann hafi útskýrt málið vandlega fyrir lögreglu virtist hún líta svo á að sonurinn væri ofbeldishneigður í garð föður síns. Var hann spurður spjörunum úr um meint ofbeldi sonarins – eitthvað sem hann kannaðist ekkert við.

Í nokkra daga mátti Thomas eldri ekki hafa samband við son sinn og þá mátti enginn segja Thomas yngri að faðir hans væri á lífi. Liðu nokkrir dagar þar til Thomas yngri komst að því að faðir hans væri á lífi, en það gerðist eftir að Thomas eldri fékk loks að hringja í son sinn.

Thomas yngri var eðlilega brjálaður yfir framkomu lögreglu og fór að lokum svo að hann fór í mál við yfirvöld.

Í stefnu sinni lýsti hann andlegum pyntingum lögreglunnar og þá hafi hann verið neyddur til að gefa falska játningu. Fimm árum síðar, árið 2023, fékk Thomas yngri greidda tæplega 900 þúsund dollara í bætur, 115 milljónir króna á núverandi gengi.

Heimild: People

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

Hvatti dóttur sína margoft til að láta lóga hundinum – Hefði betur farið að ráðum hennar

Hvatti dóttur sína margoft til að láta lóga hundinum – Hefði betur farið að ráðum hennar
Pressan
Fyrir 3 dögum

Glæpamenn gera þjónustu við fatlaða að féþúfu

Glæpamenn gera þjónustu við fatlaða að féþúfu
Pressan
Fyrir 4 dögum

Ótrúlegir hlutir gerðust eftir að gamli maðurinn brotnaði niður í viðtali – Sjáðu myndbandið

Ótrúlegir hlutir gerðust eftir að gamli maðurinn brotnaði niður í viðtali – Sjáðu myndbandið
Pressan
Fyrir 4 dögum

3 ára drengur lifði af í tvo daga einn í óbyggðum – Hvar fannst hann og skipti einhver um föt á honum?

3 ára drengur lifði af í tvo daga einn í óbyggðum – Hvar fannst hann og skipti einhver um föt á honum?
Pressan
Fyrir 5 dögum

Netanyahu í erfiðri stöðu út af herskyldu bókstafstrúarmanna

Netanyahu í erfiðri stöðu út af herskyldu bókstafstrúarmanna
Pressan
Fyrir 5 dögum

Par fannst myrt – Við hlið þeirra var ungbarnið að knúsa foreldrana og fá þau til að leika

Par fannst myrt – Við hlið þeirra var ungbarnið að knúsa foreldrana og fá þau til að leika