fbpx
Þriðjudagur 09.desember 2025
Pressan

Heimsótti öll lönd heims og varpar ljósi á óhugnanlega reynslu í Norður-Kóreu

Pressan
Mánudaginn 8. desember 2025 06:00

Henrik Jeppesen á flandri.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Daninn Henrik Jeppesen kom sér í sögubækurnar fyrir nokkrum árum þegar hann varð sá yngsti í heiminum til að heimsækja öll 193 ríki heimsins. Hann var aðeins 27 ára þegar hann lauk heimsreisu sinni eftir að hafa farið í fyrstu ferðina til Egyptalands 17 ára gamall.

Henrik heldur úti heimasíðu, Every Country in the World, þar sem hann segir frá eftirminnilegum atvikum úr ferðalögum sínum.

Hann hefur farið á mörg svæði sem ferðamönnum er yfirleitt ráðlagt að forðast, þar á meðal Mið-Afríkulýðveldið sem hann segir að það sé það óöruggasta af öllum þeim stöðum sem hann hefur heimsótt.

Heimsókn hans til Norður-Kóreu var þó ein sú áhugaverðasta, en um tíma óttaðist Henrik að hann yrði sendur í þrælkunarbúðir vegna uppátækis vinar hans.

„Þetta er það land sem ég myndi síst vilja búa í. Land með minnst frelsi og einhverja verstu loftmengun í heiminum er ekki góð samsetning,“ segir hann og tekur fram að hann hafi reynt að fylgja öllum reglum til að komast hjá vandræðum. Það sama átti ekki við um ferðafélaga hans sem var nálægt því að koma þeim báðum í fangelsi.

Hann rifjar upp að þeir hafi ráfað frá leiðsögumanni sínum sem yfirvöld höfðu úthlutað þeim, en það eitt og sér er alvarlegt brot. Ferðafélagi hans var vanur að dreifa ösku látins vinar í öllum löndum sem hann heimsótti, og ákvað hann að laumast til að gera slíkt í Norður-Kóreu, jafnvel þótt honum hefði verið bannað það af leiðsögumönnum.

Yfirvöld fundu síðar myndbandsupptöku þar sem ferðafélaginn hafði tekið sjálfan sig upp við að fremja það sem Jeppesen kallaði „alvarlegt brot“ í landinu.

Í færslu sinni segist hann hafa óttast mjög afleiðingarnar, enda þekkt dæmi um ferðamenn sem höfðu verið fangelsaðir fyrir minni glæpi. Í þeim hópi er til dæmis bandaríski háskólaneminn Otto Warmbier, sem var fangelsaður fyrir að reyna að taka veggspjald með sér heim frá Norður-Kóreu.

„Þeir hefðu auðveldlega getað sent okkur í þrælkunarbúðir. Við vorum mjög heppnir að komast frá Norður-Kóreu án þess að fara í fangelsi,“ segir Henrik og bætir við að vinur hans hafi skrifað afsökunarbréf til leiðtoga Norður-Kóreu. Það hafi gert þeim kleift að yfirgefa landið og þeir hafi verið manna fegnastir þegar flugvélin sem þeir voru í yfirgaf landhelgi Norður-Kóreu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

Hvatti dóttur sína margoft til að láta lóga hundinum – Hefði betur farið að ráðum hennar

Hvatti dóttur sína margoft til að láta lóga hundinum – Hefði betur farið að ráðum hennar
Pressan
Fyrir 3 dögum

Glæpamenn gera þjónustu við fatlaða að féþúfu

Glæpamenn gera þjónustu við fatlaða að féþúfu
Pressan
Fyrir 4 dögum

Ótrúlegir hlutir gerðust eftir að gamli maðurinn brotnaði niður í viðtali – Sjáðu myndbandið

Ótrúlegir hlutir gerðust eftir að gamli maðurinn brotnaði niður í viðtali – Sjáðu myndbandið
Pressan
Fyrir 4 dögum

3 ára drengur lifði af í tvo daga einn í óbyggðum – Hvar fannst hann og skipti einhver um föt á honum?

3 ára drengur lifði af í tvo daga einn í óbyggðum – Hvar fannst hann og skipti einhver um föt á honum?
Pressan
Fyrir 5 dögum

Netanyahu í erfiðri stöðu út af herskyldu bókstafstrúarmanna

Netanyahu í erfiðri stöðu út af herskyldu bókstafstrúarmanna
Pressan
Fyrir 5 dögum

Par fannst myrt – Við hlið þeirra var ungbarnið að knúsa foreldrana og fá þau til að leika

Par fannst myrt – Við hlið þeirra var ungbarnið að knúsa foreldrana og fá þau til að leika