
Talið er að höfuðpaur hringsins sé hinn 26 ára gamli Landon Germanotta-Mills, að því er segir í frétt AP.
Lögreglumenn réðust inn á heimili hans í Waterloo-hverfinu og leiddu hann út. Hinir þrír sem voru handteknir heita Stuart Woods Riches, 39 ára, Andrew Sendecky, 42 ára og Benjamin Raymond Drysdale, 46 ára.
Lögregla framkvæmdi húsleitir á heimilum mannanna og lagði hald á rafrænan búnað sem talinn er innihalda þúsundir myndskeiða sem sýna misnotkun barna, allt frá ungbörnum til 12 ára barna, að því er AP greinir frá.
Aðgerð lögreglu bar yfirskriftina „Strike Force Constantine” og er hún afrakstur margra mánaða rannsóknar á dreifingu dulkóðaðs efnis á netinu sem sýndi kynferðislegt ofbeldi gegn börnum og tengist satanískum helgisiðum.
„Það er ekkert venjulegt við barnamisnotkun, hún er öll viðbjóðsleg, en þetta efni var sérstaklega ógeðfellt,“ segir Jayne Doherty, fulltrúi lögreglu, í viðtali við AP.
Mennirnir fjórir sitja allir í gæsluvarðhaldi og verður mál þeirra dómtekið í janúar næstkomandi.