fbpx
Þriðjudagur 09.desember 2025
Pressan

Raðspýtarinn í New York var barinn til óbóta eftir yfirheyrslu hjá lögreglu

Pressan
Laugardaginn 6. desember 2025 20:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Maður á fimmtugsaldri sem grunaður er um að hafa spýtt í andlitið á fjölmörgum konum í New York-borg varð fyrir líkamsárás skömmu eftir að lögregla hafði sleppt honum úr haldi.

Hinn 45 ára gamli Anthony Caines var handtekinn á dögunum grunaður um að hafa í tvo sólarhringa, daganna 12 – 13. nóvember, spýtt í andlitið á fjölmörgum konum á almannafæri. Áttu konurnar það sameiginlegt að hafa allar verið hvítar á hörund og þekktu ekkert til Caines, sem á sakaferil að baki.

Árásirnar voru fyrirvaralausar og eins og gefur að skilja voru konurnar í miklu uppnámi eftir þær.

Caines var að lokum handtekinn og færður í skýrslutöku á lögreglustöð þar sem hann neitaði alfarið sök. Honum var síðar sleppt úr haldi gegn tryggingu. Skömmu síðar virðist sem almennir borgarar hafi tekið réttlætið í sínar hendur þegar myndband birtist þar sem tveir hettuklæddir einstaklingar gengu í skrokkinn á Caines.

Hótuðu svo árásarmennirnir Caines öllu illu ef hann myndi ekki láta af hegðun sinni.

Myndband af árásinni fór í talsverða dreifingu á samfélagsmiðlum en samkvæmt umfjöllun Daily Mail um málið var árásin ekki kærð.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

Hvatti dóttur sína margoft til að láta lóga hundinum – Hefði betur farið að ráðum hennar

Hvatti dóttur sína margoft til að láta lóga hundinum – Hefði betur farið að ráðum hennar
Pressan
Fyrir 3 dögum

Glæpamenn gera þjónustu við fatlaða að féþúfu

Glæpamenn gera þjónustu við fatlaða að féþúfu
Pressan
Fyrir 4 dögum

Ótrúlegir hlutir gerðust eftir að gamli maðurinn brotnaði niður í viðtali – Sjáðu myndbandið

Ótrúlegir hlutir gerðust eftir að gamli maðurinn brotnaði niður í viðtali – Sjáðu myndbandið
Pressan
Fyrir 4 dögum

3 ára drengur lifði af í tvo daga einn í óbyggðum – Hvar fannst hann og skipti einhver um föt á honum?

3 ára drengur lifði af í tvo daga einn í óbyggðum – Hvar fannst hann og skipti einhver um föt á honum?
Pressan
Fyrir 5 dögum

Netanyahu í erfiðri stöðu út af herskyldu bókstafstrúarmanna

Netanyahu í erfiðri stöðu út af herskyldu bókstafstrúarmanna
Pressan
Fyrir 5 dögum

Par fannst myrt – Við hlið þeirra var ungbarnið að knúsa foreldrana og fá þau til að leika

Par fannst myrt – Við hlið þeirra var ungbarnið að knúsa foreldrana og fá þau til að leika