fbpx
Þriðjudagur 09.desember 2025
Pressan

Leggja til stjórnarskrárbreytingu svo hægt sé að svipta glæpamenn ríkisborgararétti

Pressan
Föstudaginn 5. desember 2025 21:04

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sænska ríkisstjórnin hefur lagt til að stjórnarskrá landsins verði breytt svo hægt sé að svipta leiðtoga glæpahópa ríkisborgararétti.

Þessi tillaga gengur lengra en sú sem lögð var fram af nefnd sem var skipuð þvert á flokka í janúar á þessu ári en þar var lagt til að heimild yrði að svipta einstaklinga, með tvöfaldan ríkisborgararétt, sænsku vegabréfi gerist það sekt um njósnir eða landráð.

„Ríkisstjórnin hefur ákveðið að ganga lengra en tillögur nefndarinnar kváðu á um til að gera það mögulegt að afturkalla ríkisborgararétt til dæmis í tilfellum leiðtoga glæpahópa sem eru sekir um að valda verulegu samfélagslegu tjóni,“ sagði Gunnar Strommer á blaðamannafundi í dag.

Svíþjóð hefur undanfarinn áratug glímt við faraldur ofbeldis vegna skipulagðrar brotastarfsemi. Frumvarp til stjórnarskrárbreytinga var lagt fram í dag en verði það samþykkt tekur breytingin þó ekki gildi strax því líkt og á Íslandi þarf að boða til nýrra kosninga og nýtt þing þarf svo að staðfesta breytinguna.

Þingkosningar fara fram í Svíþjóð á næsta ári.

CNN greinir frá. 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

Hvatti dóttur sína margoft til að láta lóga hundinum – Hefði betur farið að ráðum hennar

Hvatti dóttur sína margoft til að láta lóga hundinum – Hefði betur farið að ráðum hennar
Pressan
Fyrir 3 dögum

Glæpamenn gera þjónustu við fatlaða að féþúfu

Glæpamenn gera þjónustu við fatlaða að féþúfu
Pressan
Fyrir 4 dögum

Ótrúlegir hlutir gerðust eftir að gamli maðurinn brotnaði niður í viðtali – Sjáðu myndbandið

Ótrúlegir hlutir gerðust eftir að gamli maðurinn brotnaði niður í viðtali – Sjáðu myndbandið
Pressan
Fyrir 4 dögum

3 ára drengur lifði af í tvo daga einn í óbyggðum – Hvar fannst hann og skipti einhver um föt á honum?

3 ára drengur lifði af í tvo daga einn í óbyggðum – Hvar fannst hann og skipti einhver um föt á honum?
Pressan
Fyrir 5 dögum

Netanyahu í erfiðri stöðu út af herskyldu bókstafstrúarmanna

Netanyahu í erfiðri stöðu út af herskyldu bókstafstrúarmanna
Pressan
Fyrir 5 dögum

Par fannst myrt – Við hlið þeirra var ungbarnið að knúsa foreldrana og fá þau til að leika

Par fannst myrt – Við hlið þeirra var ungbarnið að knúsa foreldrana og fá þau til að leika