
Christine Kulis fannst í blóði sínu á heimili sínu í Whyalla í Ástralíu í gær eftir að hundurinn hennar, sem var af tegundinni pitbull mastiff, réðst á hana. Christine var flutt alvarlega slösuð á sjúkrahús þar sem hún lést skömmu síðar.
„Ég sagði henni að hún ætti að láta lóga hundinum,“ segir Meredith Howe, móðir Christine, við ástralska fjölmiðla. „En hún vildi alls ekki gera það,“ segir hún.
Hundinum var lógað í gær skömmu eftir að dýraeftirlitsmenn fönguðu hann.