fbpx
Þriðjudagur 09.desember 2025
Pressan

Hjónin lifðu í miklum lúxus í Dúbaí: Myrt á hrottalegan hátt eftir misheppnaða fjárkúgun

Pressan
Föstudaginn 5. desember 2025 07:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Rússneskur svikahrappur, Roman Novak og eiginkona hans, Anna, fundust látin í eyðimörkinni í Sameinuðu arabísku furstadæmunum á dögunum. Málið hefur vakið mikla athygli í Rússlandi þar sem rússneskir ríkisborgarar eru grunaðir um ódæðið.

Roman þessi var fyrirferðarmikill í rafmyntaviðskiptum en hann hlaut sex ára fangelsisdóm í Rússlandi árið 2020 fyrir fjársvik.

Eftir að honum var veitt reynslulausn flutti hann til Dúbaí þar sem hann virðist hafa haldið uppteknum hætti. Setti hann á fót rafmyntafyrirtækið Fintopio og er sagður hafa safnað um 500 milljónum dollara frá áhugasömum fjárfestum með innihaldslausum loforðum.

Grunur leikur á að hjónin hafi verið pyntuð og stungin til bana áður en líkum þeirra var komið fyrir í steypu. Líkin fundust í nóvembermánuði en tilkynnt var um hvarf hjónanna í október eftir að aðstandendur þeirra náðu ekki í þau.

Daily Mail vísar í fréttir rússneskra fjölmiðla þar sem fram kemur að hjónin, sem voru 38 og 37 ára, hafi verið lokkuð í lúxusvillu í Hatta, um 130 kílómetrum frá Dúbaí, af einstaklingum sem þóttust vera fjárfestar.

Þegar þangað var komið reyndu ræningjarnir að komast yfir rafmyntaveski Romans, en án árangurs. Voru hjónin stungin og að sögn neydd til að horfa á hvort annað blæða út.

Að sögn heimildarmanns var líkunum komið fyrir í þykkum plastpokum og sterkum leysiefnum sprautað yfir til að flýta niðurbroti og fækka DNA-ummerkjum.

Símagögn sýna að símar hjónanna voru virkir í nokkra daga eftir hvarfið – fyrst við Hatta, síðar óvænt nálægt Höfðaborg í Suður-Afríku áður en allt samband rofnaði þann 4. október síðastliðinn. Lögregla telur að símunum hafi verið haldið gangandi á fleiri stöðum til að villa um fyrir rannsókninni.

Nokkrir Rússar hafa verið handteknir vegna málsins, þar á meðal fyrrverandi lögreglumaður, Konstantin Shakht, auk Yury Sharypov og Vladimir Dalekin. Sharypov og Dalekin hafa játað, en Shakht neitar að því er fram kemur í fréttum rússneskra fjölmiðla. Þremenningarnir eru í haldi og er talið líklegt að þeir verði framseldir til Pétursborgar.

Hjónin lifðu í miklum lúxus í Dúbaí og er Novak sagður hafa stært sig af því að þekkja auðuga menn, þar á meðal Pavel Durov, stofnanda Telegram.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

Leggja til stjórnarskrárbreytingu svo hægt sé að svipta glæpamenn ríkisborgararétti

Leggja til stjórnarskrárbreytingu svo hægt sé að svipta glæpamenn ríkisborgararétti
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hvatti dóttur sína margoft til að láta lóga hundinum – Hefði betur farið að ráðum hennar

Hvatti dóttur sína margoft til að láta lóga hundinum – Hefði betur farið að ráðum hennar
Pressan
Fyrir 4 dögum

Ótrúlegir hlutir gerðust eftir að gamli maðurinn brotnaði niður í viðtali – Sjáðu myndbandið

Ótrúlegir hlutir gerðust eftir að gamli maðurinn brotnaði niður í viðtali – Sjáðu myndbandið
Pressan
Fyrir 4 dögum

3 ára drengur lifði af í tvo daga einn í óbyggðum – Hvar fannst hann og skipti einhver um föt á honum?

3 ára drengur lifði af í tvo daga einn í óbyggðum – Hvar fannst hann og skipti einhver um föt á honum?
Pressan
Fyrir 5 dögum

Netanyahu í erfiðri stöðu út af herskyldu bókstafstrúarmanna

Netanyahu í erfiðri stöðu út af herskyldu bókstafstrúarmanna
Pressan
Fyrir 5 dögum

Par fannst myrt – Við hlið þeirra var ungbarnið að knúsa foreldrana og fá þau til að leika

Par fannst myrt – Við hlið þeirra var ungbarnið að knúsa foreldrana og fá þau til að leika