fbpx
Þriðjudagur 09.desember 2025
Pressan

29 ára ballerína slær frægum milljarðamæringum við – Hætti að dansa og tók mikla áhættu

Pressan
Föstudaginn 5. desember 2025 22:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fyrrverandi ballerína hefur slegið frægum milljarðamæringum á borð við Kylie Jenner og Taylor Swift við og er yngsti sjálfgerði milljarðamær­ingur heims – aðeins 29 ára gömul.

Ballerínan fyrrverandi sem um ræðir er Luana Lopes Lara frá Brasilíu. Forbes-tímaritið hefur nú staðfest að hún er yngsta konan sem hefur á eigin spýtur byggt auð sinn og náð milljarði Bandaríkjadala. Tekur hún þar með titilinn af Lucy Guo hjá gervigreindarfyrirtækinu Scale AI, en Lucy tók titilinn sjálf af Swift í apríl.

Mail Online segir frá því að uppgangurinn byggi á fyrirtæki Lopes, Kalshi, sem hefur stækkað hratt á undanförnum misserum. Er fyrirtækið metið á ellefu milljarða dollara en sjálf á Luana 12 prósenta hlut í fyrirtækinu.

Í stuttu máli er Kalshi einskonar spámarkaður þar sem hægt er að veðja og spá fyrir um ákveðna atburði, allt frá kosningum til íþróttaviðburða og viðskipta – og allt þar á milli.

Luana æfði ballett árum saman og stundaði nám við hinn virta Bolshoi-ballettskóla í Joinville í suðurhluta Brasilíu. Námið var ekkert grín og segir hún að kennari hafi í eitt skiptið haldið logandi sígarettu undir lærinu á henni til að prófa þol hennar.

Hún starfaði sem atvinnudansari í Austurríki um tíma en hætti og lagði ballettskóna á hilluna til að mennta sig frekar. Lærði hún tölvunarfræði við hinn virta MIT-háskóla í Massachusetts áður en hún stofnaði Kalshi ásamt skólafélaga sínum, Tarek Mansour, sem varð einnig milljarðamæringur 29 ára.

Luana rifjar upp að þau hafi tekið mikla áhættu þegar þau stofnuðu fyrirtækið.

„Við fórum beint úr námi og í tvö ár vorum við ekki með neina vöru í höndum. Ef við hefðum ekki fengið samþykki eftirlitsaðila hefðum við einfaldlega orðið gjaldþrota,” segir hún.

Hjólin fóru að snúast fyrir alvöru í fyrra þegar Kalshi vann mál sem CFTC, bandarísk eftirlitsstofnun með afleiðuviðskiptum, höfðaði gegn fyrirtækinu, en stofnunin vildi banna Kalshi að starfrækja veðmálamarkað vegna bandarísku forsetakosninganna.

Síðan þá hafa umsvif fyrirtækisins aukist og er veltan yfir einn milljarður dollara í hverri einustu viku.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

Hvatti dóttur sína margoft til að láta lóga hundinum – Hefði betur farið að ráðum hennar

Hvatti dóttur sína margoft til að láta lóga hundinum – Hefði betur farið að ráðum hennar
Pressan
Fyrir 3 dögum

Glæpamenn gera þjónustu við fatlaða að féþúfu

Glæpamenn gera þjónustu við fatlaða að féþúfu
Pressan
Fyrir 4 dögum

Ótrúlegir hlutir gerðust eftir að gamli maðurinn brotnaði niður í viðtali – Sjáðu myndbandið

Ótrúlegir hlutir gerðust eftir að gamli maðurinn brotnaði niður í viðtali – Sjáðu myndbandið
Pressan
Fyrir 4 dögum

3 ára drengur lifði af í tvo daga einn í óbyggðum – Hvar fannst hann og skipti einhver um föt á honum?

3 ára drengur lifði af í tvo daga einn í óbyggðum – Hvar fannst hann og skipti einhver um föt á honum?
Pressan
Fyrir 5 dögum

Netanyahu í erfiðri stöðu út af herskyldu bókstafstrúarmanna

Netanyahu í erfiðri stöðu út af herskyldu bókstafstrúarmanna
Pressan
Fyrir 5 dögum

Par fannst myrt – Við hlið þeirra var ungbarnið að knúsa foreldrana og fá þau til að leika

Par fannst myrt – Við hlið þeirra var ungbarnið að knúsa foreldrana og fá þau til að leika