fbpx
Þriðjudagur 16.desember 2025
Pressan

Sendillinn sem náðist á mynd kom með lygilega afsökun

Pressan
Þriðjudaginn 16. desember 2025 07:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Mark Cardin, íbúi í Indiana í Bandaríkjunum, sagði farir sínar og eiginkonu sinnar ekki sléttar á dögunum eftir að þau veiktust eftir að hafa pantað sér heimsendan mat.

DV sagði frá málinu á föstudag, en atvikið varð rétt fyrir miðnætti þann 7. desember síðastliðinn þegar hjónin pöntuðu sér mat frá Arby‘s í gegnum heimsendingarfyrirtækið DoorDash.

Ekki leið á löngu þar til hjónin áttuðu sig á því að eitthvað bogið var við matinn. Eiginkona hans byrjaði að hósta óstjórnlega eftir að hafa tekið tvo bita og að lokum kastaði hún upp.

Sjá einnig: Eiginkonan varð veik eftir heimsendan mat – Brá mikið þegar hann sá Ring-upptökuna

Mark, sem einnig kastaði upp og fékk sviða í háls og munn, tók svo eftir því að einhvers konar efni var á pokanum sem maturinn kom í.

Mark brá á það ráð að kíkja á myndavél sem er í dyrabjöllunni við útidyrahurðina og þá sá hann að konan sem kom með matinn hafði úðað einhverju á hann áður en hún yfirgaf svæðið. Kvaðst Mark ganga út frá því að um hafi verið að ræða piparúða.

Sendillinn sem um ræðir heitir Kourtney Stevenson og segir Fox News frá því að hún hafi gefið heldur ótrúverðuga skýringu þegar lögregla ræddi við hana vegna málsins. Sagði hún að könguló hefði verið ofan í pokanum og hún hafi einungis ætlað sér að drepa hana.

Kourtney er búsett í Kentucky þar sem hún var handtekin og á hún framsal til Indiana yfir höfði sér. Hún hefur verið ákærð vegna málsins og gæti þurft að sitja inni.

Mark var ómyrkur í máli eftir atvikið og gagnrýndi fyrirtækið fyrir að taka málinu ekki sérstaklega alvarlega þegar hann hringdi og kvartaði.

„Þetta hefði getað verið hvaða efni sem er. Rottueitur eða fentanýl, þess vegna. Konan mín gæti auðveldlega verið dáin núna,“ sagði hann í viðtali í síðustu viku.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 4 dögum

Eiginkonan varð veik eftir heimsendan mat – Brá mikið þegar hann sá Ring-upptökuna

Eiginkonan varð veik eftir heimsendan mat – Brá mikið þegar hann sá Ring-upptökuna
Pressan
Fyrir 4 dögum

Móðir og amma handteknar eftir að tveggja ára stúlka rannst ráfandi í skógi

Móðir og amma handteknar eftir að tveggja ára stúlka rannst ráfandi í skógi
Pressan
Fyrir 5 dögum

Sagðist hafa komið að konunni sinni meðvitundarlausri í baðkari en hafði í rauninni drekkt henni

Sagðist hafa komið að konunni sinni meðvitundarlausri í baðkari en hafði í rauninni drekkt henni
Pressan
Fyrir 5 dögum

Trump brjálaður og segir það jaðra við landráð að fjölmiðlar saki hann um að vera heilsuveill

Trump brjálaður og segir það jaðra við landráð að fjölmiðlar saki hann um að vera heilsuveill
Pressan
Fyrir 6 dögum

Hélt hún væri að fara að hitta draumaprinsinn en í staðinn beið hennar kunnuglegt andlit og grunn gröf

Hélt hún væri að fara að hitta draumaprinsinn en í staðinn beið hennar kunnuglegt andlit og grunn gröf
Pressan
Fyrir 6 dögum

19 ára drengur grunaður um að hafa reynt að ræna þremur börnum

19 ára drengur grunaður um að hafa reynt að ræna þremur börnum