fbpx
Þriðjudagur 16.desember 2025
Pressan

Dularfullt mál í Miami – Starfsmenn afsláttavöruverslunar fundu nakið lík í frystinum

Pressan
Þriðjudaginn 16. desember 2025 21:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Undarlegt mál kom upp í Bandaríkjunum á dögunum. Lögreglan í Miami hefur greint frá því að 32 ára læknir frá Flórída hafi fundist látin í fyrsti afsláttarvöruverslun Dollar Tree. Það var starfsmaður verslunarinnar sem kom að lækninum, Helen Massiell Garay Sanchez, nöktum og látnum á sunnudagsmorgun. Að sögn fjölskyldu Sanchez hafði hún farið í Dollar Tree á laugardagskvöld en skilaði sér aldrei heim.

Hún verslaði ekkert í búðinni heldur virðist hún hafa ráfað inn á svæði sem er aðeins ætlað starfsfólki og endaði þar í frystinum.

Sanchez var innflytjandi frá Nicaragua. Hún hafði helgað sig starfi sínu og naut virðingar sem svæfingalæknir með sérhæfingu í arfgengnum hjartasjúkdómum. Hennar er minnst sem dugnaðarfólks með stórt hjarta. Hún lætur eftir sig tvö börn sem dvelja hjá fjölskyldu í Nicaragua. Fjölskylda hennar hefur nú hafið söfnun til að koma líkamsleifum hennar heim til barnanna til greftrunar.

Að sögn lögreglu leikur ekki grunur á að andlátið hafi borið að með saknæmum hætti. Sanchez, sem var 32 ára gömul, hafi ekki verið þvinguð inn í frystinn. Til skoðunar er nú hvort að læknirinn hafi glímt við andlega erfiðleika.

Íbúar á svæðinu eru í áfalli. Einn segir í samtali við CBS: „Mér finnst þetta galið. Ég hef aldrei heyrt annað eins í lífinu“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 4 dögum

Ráðherrann staðinn að lygum í þinginu – Reyndi að fara undan í flæmingi og flúði svo þingsal

Ráðherrann staðinn að lygum í þinginu – Reyndi að fara undan í flæmingi og flúði svo þingsal
Pressan
Fyrir 4 dögum

Eiginkonan varð veik eftir heimsendan mat – Brá mikið þegar hann sá Ring-upptökuna

Eiginkonan varð veik eftir heimsendan mat – Brá mikið þegar hann sá Ring-upptökuna
Pressan
Fyrir 6 dögum

Myndbandið sagt vera þess eðlis að það myndi valda óeirðum ef almenningur sæi það

Myndbandið sagt vera þess eðlis að það myndi valda óeirðum ef almenningur sæi það
Pressan
Fyrir 1 viku

Hélt hún væri að fara að hitta draumaprinsinn en í staðinn beið hennar kunnuglegt andlit og grunn gröf

Hélt hún væri að fara að hitta draumaprinsinn en í staðinn beið hennar kunnuglegt andlit og grunn gröf