
Undarlegt mál kom upp í Bandaríkjunum á dögunum. Lögreglan í Miami hefur greint frá því að 32 ára læknir frá Flórída hafi fundist látin í fyrsti afsláttarvöruverslun Dollar Tree. Það var starfsmaður verslunarinnar sem kom að lækninum, Helen Massiell Garay Sanchez, nöktum og látnum á sunnudagsmorgun. Að sögn fjölskyldu Sanchez hafði hún farið í Dollar Tree á laugardagskvöld en skilaði sér aldrei heim.
Hún verslaði ekkert í búðinni heldur virðist hún hafa ráfað inn á svæði sem er aðeins ætlað starfsfólki og endaði þar í frystinum.
Sanchez var innflytjandi frá Nicaragua. Hún hafði helgað sig starfi sínu og naut virðingar sem svæfingalæknir með sérhæfingu í arfgengnum hjartasjúkdómum. Hennar er minnst sem dugnaðarfólks með stórt hjarta. Hún lætur eftir sig tvö börn sem dvelja hjá fjölskyldu í Nicaragua. Fjölskylda hennar hefur nú hafið söfnun til að koma líkamsleifum hennar heim til barnanna til greftrunar.
Að sögn lögreglu leikur ekki grunur á að andlátið hafi borið að með saknæmum hætti. Sanchez, sem var 32 ára gömul, hafi ekki verið þvinguð inn í frystinn. Til skoðunar er nú hvort að læknirinn hafi glímt við andlega erfiðleika.
Íbúar á svæðinu eru í áfalli. Einn segir í samtali við CBS: „Mér finnst þetta galið. Ég hef aldrei heyrt annað eins í lífinu“