fbpx
Þriðjudagur 16.desember 2025
Pressan

Faðir skaut son sinn vegna heimsóknarleysis

Pressan
Sunnudaginn 14. desember 2025 20:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Aldraður faðir hefur verið handtekinn í Flórída eftir að hafa skotið son sinn í kjölfar rifrildis.

Hinn 84 ára gamli William Nowak, sem búsettur er í borginni Palm Bay, var afar ónægður með að sonurinn hafði ekki verið nægilega duglegur að heimsækja foreldra sína.

Þegar sonurinn leit loks við um helgina ásamt eiginkonu sinni braust út rifrildi og það endaði með því að Nowak vísaði syninum á dyr og hótaði honum með skammbyssu ef hann myndi ekki yfirgefa húsið. Sonurinn vék hvergi og að endingu reif Nowak byssuna á loft og skaut soninn í andlitið.

Sonurinn særðist illa en talið er að hann muni lifa árásina af.

Nowak bjó ásamt langveikri eiginkonu sinni og fjölfatlaðri dóttur, systur fórnarlambsins, á heimili sínu og var sá sem hélt heimilinu gangandi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 4 dögum

Ráðherrann staðinn að lygum í þinginu – Reyndi að fara undan í flæmingi og flúði svo þingsal

Ráðherrann staðinn að lygum í þinginu – Reyndi að fara undan í flæmingi og flúði svo þingsal
Pressan
Fyrir 4 dögum

Eiginkonan varð veik eftir heimsendan mat – Brá mikið þegar hann sá Ring-upptökuna

Eiginkonan varð veik eftir heimsendan mat – Brá mikið þegar hann sá Ring-upptökuna
Pressan
Fyrir 6 dögum

Myndbandið sagt vera þess eðlis að það myndi valda óeirðum ef almenningur sæi það

Myndbandið sagt vera þess eðlis að það myndi valda óeirðum ef almenningur sæi það
Pressan
Fyrir 6 dögum

Hélt hún væri að fara að hitta draumaprinsinn en í staðinn beið hennar kunnuglegt andlit og grunn gröf

Hélt hún væri að fara að hitta draumaprinsinn en í staðinn beið hennar kunnuglegt andlit og grunn gröf