fbpx
Fimmtudagur 11.desember 2025
Pressan

Hrikaleg sjón blasti við þegar átta ára barnið kom heim úr skólanum

Pressan
Fimmtudaginn 11. desember 2025 07:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Mark Allen Geralds, 58 ára karlmaður, var tekinn af lífi í Flórída í fyrradag og varð hann þar með átjándi fanginn í ríkinu sem tekinn er af lífi á þessu ári. Hann var dæmdur til dauða fyrir morðið á Tressu Pettibone í febrúar 1989 og sat hann því á dauðadeild í rúm 35 ár.

Mark, sem starfaði sem smiður, ruddist inn á heimili Tressu í Panama City þann 1. febrúar árið 1989 þegar hún var ein heima. Hann hafði árið áður unnið við framkvæmdir á heimilinu og kannaðist því við fjölskylduna og heimilið.

Viku fyrir morðið rakst Mark á Tressu og tvö börn hennar í verslunarmiðstöð í borginni og spjölluðu þau stuttlega saman. Tressu urðu á þau mistök að segja honum frá því að eiginmaður hennar væri fjarverandi í nokkra daga vegna vinnuferðar og hún því ein með börnin tvö.

Síðar nálgaðist Mark átta ára son hennar í tölvuleikjasal og spurði hvenær faðir hans kæmi heim og á hvaða tímum hann og systir hans færu og kæmu úr skóla, samkvæmt skjölum málsins.

Hann réðst til atlögu að morgni 1. febrúar og var það átta ára sonur Tressu sem kom að henni látinni á eldhúsgólfinu eftir að hann kom heim úr skólanum. Hafði Tressa verið stungin til bana.

Leiddi rannsókn í ljós að Mark hafði veðsett skartgripi Tressu og fannst meðal annars blóð úr henni á einhverjum þeirra. Þá fann lögregla plastbönd í bíl hans sem samsvöruðu plastböndum sem notuð voru til að binda Tressu áður en hún var myrt.

Talskona fangelsismála í Flórída, Jordan Kirkland, sagði við AP-fréttaveituna að átta manns úr fjölskyldu Tressu hefðu verið viðstödd aftökuna í fangelsinu. Enginn þeirra talaði beint við fjölmiðla eftir aftökuna.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Faðir varar ungmenni við eftir dauða 13 ára dóttur sinnar

Faðir varar ungmenni við eftir dauða 13 ára dóttur sinnar
Pressan
Í gær

Telur að Weinstein hafi afplánað sinn dóm vegna kynferðisbrota og segist fyrirgefa honum í hneykslanlegu viðtali

Telur að Weinstein hafi afplánað sinn dóm vegna kynferðisbrota og segist fyrirgefa honum í hneykslanlegu viðtali
Pressan
Fyrir 2 dögum

Nýjar vendingar í sakamáli á barnaspítala – Sögð hafa ætlað að myrða samstarfsfólk

Nýjar vendingar í sakamáli á barnaspítala – Sögð hafa ætlað að myrða samstarfsfólk
Pressan
Fyrir 2 dögum

Áhrifavaldur segir heimili sitt hafa orðið fyrir skotárás eftir hlaðvarpsþátt þar sem Charlie Kirk var sagður samkynhneigður

Áhrifavaldur segir heimili sitt hafa orðið fyrir skotárás eftir hlaðvarpsþátt þar sem Charlie Kirk var sagður samkynhneigður
Pressan
Fyrir 4 dögum

Skellti sér einn í bekkpressu og lét lífið í skelfilegu slysi

Skellti sér einn í bekkpressu og lét lífið í skelfilegu slysi
Pressan
Fyrir 4 dögum

Raðspýtarinn í New York var barinn til óbóta eftir yfirheyrslu hjá lögreglu

Raðspýtarinn í New York var barinn til óbóta eftir yfirheyrslu hjá lögreglu
Pressan
Fyrir 5 dögum

Glæpamenn gera þjónustu við fatlaða að féþúfu

Glæpamenn gera þjónustu við fatlaða að féþúfu
Pressan
Fyrir 5 dögum

Þingmenn slegnir óhug eftir að hafa séð myndbandið

Þingmenn slegnir óhug eftir að hafa séð myndbandið