fbpx
Miðvikudagur 10.desember 2025
Pressan

Sagðist hafa komið að konunni sinni meðvitundarlausri í baðkari en hafði í rauninni drekkt henni

Pressan
Miðvikudaginn 10. desember 2025 21:30

Carol Georgiou. Mynd: Lögreglan í Thames Valley.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hinn 44 ára gamli Andrew Georgiou, í Milton Keynes í Buckingham-skíri á Englandi, játaði á þriðjudag fyrir dómi að hafa orðið eiginkonu sinni að bana. Andrew hafði áður lýst sig saklausan.

Eiginkonan hét Carol Georgiou og var 42 ára gömul. Í byrjun nóvember árið 2024 fannst hún þungt haldin á heimili hjónanna. Andrew hafði áður hringt í neyðarlínuna og sagst hafa komið að konu sinni meðvitundarlausri í baðkari.

Sannleikurinn var sá að hann hafði sjálfur þrýst höfði konu sinnar undir vatnsyfirboðið og haldið henni þannig fastri uns hún missti meðvitund. Hann hringdi síðan ekki í neyðarlínuna fyrr en 40 mínútum síðar.

Andrew var ákærður fyrir morð í júlí á þessu ári, átta mánuðum eftir lát eiginkonu hans.

Refsing yfir honum verður ákveðin þann 13. mars 2026.

Fjölskylda hinnar látnu Carol lýsir henni sem hjartahlýrri, með smitandi bros og ávallt fúsa til að hjálpa öðrum.

Sjá nánar á vef BBC.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Segir að svona tali Repúblikanar um Trump á bak við luktar dyr

Segir að svona tali Repúblikanar um Trump á bak við luktar dyr
Pressan
Fyrir 2 dögum

Súr út í vinkonu sem sveik loforð um að gæta kattarins

Súr út í vinkonu sem sveik loforð um að gæta kattarins
Pressan
Fyrir 4 dögum

Upprættu satanískan barnaníðshring – „Þetta efni var sérstaklega skelfilegt“

Upprættu satanískan barnaníðshring – „Þetta efni var sérstaklega skelfilegt“
Pressan
Fyrir 4 dögum

29 ára ballerína slær frægum milljarðamæringum við – Hætti að dansa og tók mikla áhættu

29 ára ballerína slær frægum milljarðamæringum við – Hætti að dansa og tók mikla áhættu
Pressan
Fyrir 5 dögum

Hjartnæm ástæða þess að Karl konungur vill „sérstök“ jól í ár

Hjartnæm ástæða þess að Karl konungur vill „sérstök“ jól í ár
Pressan
Fyrir 5 dögum

Laundóttir Pútíns stöðvuð í París: „Fyrir þremur vikum drap faðir þinn bróður minn“

Laundóttir Pútíns stöðvuð í París: „Fyrir þremur vikum drap faðir þinn bróður minn“