
Hinn 44 ára gamli Andrew Georgiou, í Milton Keynes í Buckingham-skíri á Englandi, játaði á þriðjudag fyrir dómi að hafa orðið eiginkonu sinni að bana. Andrew hafði áður lýst sig saklausan.
Eiginkonan hét Carol Georgiou og var 42 ára gömul. Í byrjun nóvember árið 2024 fannst hún þungt haldin á heimili hjónanna. Andrew hafði áður hringt í neyðarlínuna og sagst hafa komið að konu sinni meðvitundarlausri í baðkari.
Sannleikurinn var sá að hann hafði sjálfur þrýst höfði konu sinnar undir vatnsyfirboðið og haldið henni þannig fastri uns hún missti meðvitund. Hann hringdi síðan ekki í neyðarlínuna fyrr en 40 mínútum síðar.
Andrew var ákærður fyrir morð í júlí á þessu ári, átta mánuðum eftir lát eiginkonu hans.
Refsing yfir honum verður ákveðin þann 13. mars 2026.
Fjölskylda hinnar látnu Carol lýsir henni sem hjartahlýrri, með smitandi bros og ávallt fúsa til að hjálpa öðrum.
Sjá nánar á vef BBC.