
Atvikið átti sér stað síðdegis á þjóðvegi 520 skammt frá bænum Cocoa.
Myndavél í bíl fyrir aftan náði atvikinu á mynd, en á því má sjá þegar flugvélin birtist skyndilega og lendir á þaki bifreiðarinnar.
Flugmaðurinn, 27 ára karlmaður, og farþegi, einnig 27 ára, sluppu án meiðsla. Óvíst er hvað fór úrskeiðis um borð og stendur rannsókn yfir.
Ökumaður bifreiðarinnar, 57 ára, kona slapp einnig vel en hún þurfti þó aðstoð við að komast út úr bílnum sem var mikið skemmdur. Hún var flutt á sjúkrahús í öryggisskyni en reyndist lítið sem ekkert slösuð.
Eðli málsins samkvæmt urðu miklar umferðartafir eftir óhappið á meðan hreinsunarstarf fór fram.