fbpx
Miðvikudagur 10.desember 2025
Pressan

Ótrúlegt myndband sýnir þegar flugvél lenti á bíl á hraðbraut

Pressan
Miðvikudaginn 10. desember 2025 14:28

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ökumaður Toyota Camry-fólksbifreiðar má teljast heppinn að hafa sloppið með minniháttar meiðsl þegar flugvél af gerðinni Beechcraft 55 lenti á þaki bifreiðarinnar á hraðbraut í Flórída á mánudag.

Atvikið átti sér stað síðdegis á þjóðvegi 520 skammt frá bænum Cocoa.

Myndavél í bíl fyrir aftan náði atvikinu á mynd, en á því má sjá þegar flugvélin birtist skyndilega og lendir á þaki bifreiðarinnar.

Flugmaðurinn, 27 ára karlmaður, og farþegi, einnig 27 ára, sluppu án meiðsla. Óvíst er hvað fór úrskeiðis um borð og stendur rannsókn yfir.

Ökumaður bifreiðarinnar, 57 ára, kona slapp einnig vel en hún þurfti þó aðstoð við að komast út úr bílnum sem var mikið skemmdur. Hún var flutt á sjúkrahús í öryggisskyni en reyndist lítið sem ekkert slösuð.

Eðli málsins samkvæmt urðu miklar umferðartafir eftir óhappið á meðan hreinsunarstarf fór fram.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Súr út í vinkonu sem sveik loforð um að gæta kattarins

Súr út í vinkonu sem sveik loforð um að gæta kattarins
Pressan
Fyrir 2 dögum

Kærastinn í vondum málum eftir að fjallganga endaði með ósköpum

Kærastinn í vondum málum eftir að fjallganga endaði með ósköpum
Pressan
Fyrir 4 dögum

29 ára ballerína slær frægum milljarðamæringum við – Hætti að dansa og tók mikla áhættu

29 ára ballerína slær frægum milljarðamæringum við – Hætti að dansa og tók mikla áhættu
Pressan
Fyrir 4 dögum

Leggja til stjórnarskrárbreytingu svo hægt sé að svipta glæpamenn ríkisborgararétti

Leggja til stjórnarskrárbreytingu svo hægt sé að svipta glæpamenn ríkisborgararétti
Pressan
Fyrir 5 dögum

Laundóttir Pútíns stöðvuð í París: „Fyrir þremur vikum drap faðir þinn bróður minn“

Laundóttir Pútíns stöðvuð í París: „Fyrir þremur vikum drap faðir þinn bróður minn“
Pressan
Fyrir 5 dögum

Hjónin lifðu í miklum lúxus í Dúbaí: Myrt á hrottalegan hátt eftir misheppnaða fjárkúgun

Hjónin lifðu í miklum lúxus í Dúbaí: Myrt á hrottalegan hátt eftir misheppnaða fjárkúgun