fbpx
Miðvikudagur 10.desember 2025
Pressan

Myndbandið sagt vera þess eðlis að það myndi valda óeirðum ef almenningur sæi það

Pressan
Miðvikudaginn 10. desember 2025 07:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tveir 17 ára unglingspiltar fengu á mánudag þunga fangelsisdóma í Bretlandi eftir að hafa verið sakfelldir fyrir að nauðga fimmtán ára stúlku. Atvikið átti sér stað í almenningsgarði í Warwickshire þann 10. maí síðastliðinn.

Piltarnir, Jan Jahanzeb og Sirar Niazal, báðir frá Afganistan, komu til Bretlands sem flóttamenn nokkrum mánuðum áður.

Stúlkan var með símann sinn á upptöku þegar árásin var framin og var myndbandið sýnt í dómsalnum á mánudag.

Í frétt Daily Mail segir að á henni heyrist neyðaróp stúlkunnar þegar ungu mennirnir drógu hana í burtu og réðust á hana. Var hún meðal annars neydd til að framkvæma kynferðislegt athæfi á drengjunum á afskekktum stað. Stúlkan hafði verið í gleðskap með vinum sínum þegar drengirnir drógu hana á brott með sér.

Þegar mennirnir höfðu lokið sér af komst stúlkan undan og bað hún vegfaranda um aðstoð sem fór með hana á næstu lögreglustöð.

Í yfirlýsingu sinni fyrir dómi sagði stúlkan að þessi örlagaríki dagur hafi breytt henni sem manneskju. „Ég er ekki lengur ánægður og áhyggjulaus unglingur. Ég upplifi mig ekki örugga þegar ég fer út og ég er farin að forðast það eins og ég get,“ sagði stúlkan og bætti við að málið hefði líka haft mikil áhrif á nám hennar.

Jahanzeb var dæmdur í tíu ára og átta mánaða fangelsi en Niazal í níu ára og tíu mánaða fangelsi. Lögmaður Niazal, Joshua Radcliffe, sagði fyrir dómi að myndbandið sem sýnt var væri hræðilegt. „Ég er ekki í nokkrum vafa að ef almenningur fengi að sjá þetta, þá yrðu óeirðir.“

Sylvia de Bertodano, dómari í málinu, var ómyrk í máli og sagði að drengirnir hefðu brugðist „sönnum flóttamönnum” sem vilja leggja sitt af mörkum til samfélagsins. Þeir ættu með réttu að finna til djúprar og varanlegrar skammar.

„Ég get skilið það að þið komið frá landi þar sem menningarlegir siðir eru töluvert frábrugðnir þeim sem tíðkast í Bretlandi. En ég fellst ekki á að hvorugur ykkar skilji ekki hvað felst í hugtakinu samþykki. Í þessu máli var ykkur báðum algjörlega ljóst að þið voruð að taka barn frá vinum sínum, þrátt fyrir harðar mótbárur, og fara með hana á stað þar sem enginn gat séð til, í þeim tilgangi að fremja þessa árás,“ sagði Sylvia en fyrr um kvöldið hafði unga stúlkan verið í gleðskap með vinum sínum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Banaslys í Mosfellsbæ

Nýlegt

Pressan
Í gær

Segir að svona tali Repúblikanar um Trump á bak við luktar dyr

Segir að svona tali Repúblikanar um Trump á bak við luktar dyr
Pressan
Fyrir 2 dögum

Súr út í vinkonu sem sveik loforð um að gæta kattarins

Súr út í vinkonu sem sveik loforð um að gæta kattarins
Pressan
Fyrir 3 dögum

Skellti sér einn í bekkpressu og lét lífið í skelfilegu slysi

Skellti sér einn í bekkpressu og lét lífið í skelfilegu slysi
Pressan
Fyrir 3 dögum

Raðspýtarinn í New York var barinn til óbóta eftir yfirheyrslu hjá lögreglu

Raðspýtarinn í New York var barinn til óbóta eftir yfirheyrslu hjá lögreglu
Pressan
Fyrir 4 dögum

Hjartnæm ástæða þess að Karl konungur vill „sérstök“ jól í ár

Hjartnæm ástæða þess að Karl konungur vill „sérstök“ jól í ár
Pressan
Fyrir 5 dögum

Laundóttir Pútíns stöðvuð í París: „Fyrir þremur vikum drap faðir þinn bróður minn“

Laundóttir Pútíns stöðvuð í París: „Fyrir þremur vikum drap faðir þinn bróður minn“