fbpx
Miðvikudagur 10.desember 2025
Pressan

FBI birtir nýjar myndir af eftirlýstri Ólympíustjörnu

Pressan
Miðvikudaginn 10. desember 2025 12:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bandaríska alríkislögreglan, FBI, hefur birt nýar myndir af Kanadamanninum Ryan Wedding.

Wedding þessi var áður þekktur snjóbrettakappi sem keppti meðal annars á Vetrarólympíuleikunum í Salt Lake City árið 2002, en síðustu ár hefur hann verið þekktur fyrir glæpi sína og er hann í hópi þeirra tíu sem FBI leggur hvað mesta áherslu á að finna.

Wedding er 44 ára en hann er grunaður um að vera höfuðpaurinn í alþjóðlegum glæpahring sem sýslar með fíkniefni. Hann keppti á snjóbretti í risasvigi fyrir hönd Kanada á leikunum 2002 þar sem hann endaði í 24. sæti.

Skrifstofa FBI í Los Angeles birti myndina hér að ofan af Wedding en talið er að hún hafi verið tekin í Mexíkó í sumar. Hann er talinn vera búsettur þar og segist FBI telja að hann njóti verndar Sinaloa-glæpasamtakanna sem eru ein þau stærstu í heimi. Myndina hér að neðan birtu mexíkósk yfirvöld en ekki liggur fyrir hvenær hún var tekin. Hún hefur þó ekki komið fyrir sjónir almennings áður.

Hefur lögregla heitið hverjum þeim sem gefur upplýsingar sem leiða til handtöku hans 15 milljónir dollara, um tveggja milljarða króna, en hann er talinn hafa skipulagt smygl á hundruðum kílóa af kókaíni frá Kólumbíu, í gegnum Mexíkó og til Bandaríkjanna og Kanada.

Þá er hann einnig grunaður um að hafa fyrirskipað nokkur morð, þar á meðal morð í Kanada. Hefur Kash Patel, yfirmaður FBI, líkt Wedding við fíkniefnabaróninn Pablo Escobar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Súr út í vinkonu sem sveik loforð um að gæta kattarins

Súr út í vinkonu sem sveik loforð um að gæta kattarins
Pressan
Fyrir 2 dögum

Kærastinn í vondum málum eftir að fjallganga endaði með ósköpum

Kærastinn í vondum málum eftir að fjallganga endaði með ósköpum
Pressan
Fyrir 4 dögum

29 ára ballerína slær frægum milljarðamæringum við – Hætti að dansa og tók mikla áhættu

29 ára ballerína slær frægum milljarðamæringum við – Hætti að dansa og tók mikla áhættu
Pressan
Fyrir 4 dögum

Leggja til stjórnarskrárbreytingu svo hægt sé að svipta glæpamenn ríkisborgararétti

Leggja til stjórnarskrárbreytingu svo hægt sé að svipta glæpamenn ríkisborgararétti
Pressan
Fyrir 5 dögum

Laundóttir Pútíns stöðvuð í París: „Fyrir þremur vikum drap faðir þinn bróður minn“

Laundóttir Pútíns stöðvuð í París: „Fyrir þremur vikum drap faðir þinn bróður minn“
Pressan
Fyrir 5 dögum

Hjónin lifðu í miklum lúxus í Dúbaí: Myrt á hrottalegan hátt eftir misheppnaða fjárkúgun

Hjónin lifðu í miklum lúxus í Dúbaí: Myrt á hrottalegan hátt eftir misheppnaða fjárkúgun