fbpx
Fimmtudagur 06.nóvember 2025
Pressan

Þingkona missti stjórn á sér á flugvelli og urðaði yfir starfsmenn

Pressan
Fimmtudaginn 6. nóvember 2025 11:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þingmaður Repúblikanaflokksins frá Suður-Karólínu, Nancy Mace, trylltist nýlega á alþjóðaflugvellinum í Charleston. Þar missti hún stjórn á skapi sínu og hellti sér yfir lögreglumenn og tollverði. Atvikið þótti það alvarlegt að um það var skrifuð sérstök skýrsla sem hefur nú ratað til fjölmiðla.

Að sögn erlendra miðla má rekja atvikið til þess að Mace ætlaði að fá lögreglufylgd að brottfararhliði. Hún mun óttast mjög um öryggi sitt eftir að áhrifavaldurinn Charlie Kirk var myrtur um hábjartan dag. Til stóð að hún myndi hitta lögreglu við einn inngang flugvallarins klukkan hálf sjö að morgni.

Lögreglan beið hennar þolinmóð þó að þingmaðurinn væri seinn. Þegar hún loksins mætti fór hún þó inn um annan inngang, sem vanalega er aðeins notaður af flugáhöfnum. Lögreglu gekk greiðlega að átta sig á þessum misskilningi og liðu aðeins fáeinar mínútur áður en þeir komu til þingkonunnar til að fylgja henni. Á þessum skamma tíma hafði þó fokið verulega í hana.

Hún blótaði þeim í sand og ösku, kallaði þá vanhæfa og sagði að aldrei hefði verið komið fram við karlmann, eins og samflokksmann hennar og kollega Tim Scott, með svona vanvirðandi hætti. Nancy hélt reiðilestrinum áfram alla gönguna að brottfararhliðinu.

Þegar hún var farin stóðu lögreglumenn og starfsmenn flugvallarins eftir í forundran enda hvarflaði ekki að þeim að þeir myndu nokkurn tímann sjá kjörinn fulltrúa haga sér með þessum hætti.

Eftir að skýrsla um málið fór í fjölmiðla birti starfsmaður þingmannsins yfirlýsingu. Þar var málið sagt óskiljanlegt, enda hafi Nancy Mace haft fullt tilefni til að reiðast. Hún og hennar teymi taki öryggisráðstöfunum mjög alvarlega eftir morðið á Charlie Kirk. „Allar tilraunir til að gera þetta atvik að pólitísku bitbeini eru bæði hættulegar og óábyrgar,“ sagði í yfirlýsingunni.

Þingmaðurinn sjálfur sakar fjölmiðla um falsfréttir og hefur hótað að stefna flugvellinum í Charleston fyrir meiðyrði.

Hún hefur þó ekki fengið stuðning frá samflokksmönnum. Öldungardeildarþingmaðurinn Tim Scott hefur fordæmt hana fyrir að blanda hans nafni í málið. Sjálfur hafi hann ekkert nema gott um flugvöllinn og starfsfólk hans að segja. Eins sé engan veginn við hæfi að kjörinn fulltrúi blóti með sama hætti og Nancy Mace gerði á vellinum. Undir þetta tók öldungardeildarþingmaðurinn Lindsey Graham.

Nancy kann þeim Scott og Graham litlar þakkir fyrir fordæminguna og skrifaði harðorða færslu til þeirra.

„Bara svo því sé komið á hreint til allra sem eru ráðvilltir: ALVÖRU MENN VERNDA KONUR.“

Nancy Mace ætlar sér að verða næsti ríkisstjóri Suður-Karólínu á næsta ári. Málið þykir því koma upp á óhepppilegum tíma. Þingkonan þvertekur fyrir að hafa misst stjórn á skapi sínu. Hún taki eðlilega öryggi sínu alvarlega en hafi þó komið fram við starfsmenn af virðingu. Hún hefur boðað málsókn.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Ótrúlegt sakamál í Bretlandi – Bæjarfulltrúi ákærður fyrir að kúga þingmann

Ótrúlegt sakamál í Bretlandi – Bæjarfulltrúi ákærður fyrir að kúga þingmann
Pressan
Fyrir 2 dögum

George Clooney: Mistök að láta Kamölu Harris taka við af Biden

George Clooney: Mistök að láta Kamölu Harris taka við af Biden
Pressan
Fyrir 4 dögum

Foreldrar fá að sjá nöfn og myndir af dæmdum níðingum

Foreldrar fá að sjá nöfn og myndir af dæmdum níðingum
Pressan
Fyrir 4 dögum

Játaði til að vernda kærustuna sem svo sveik hana – „Þetta var rosaleg ást, er það ekki? Hún var banvæn“

Játaði til að vernda kærustuna sem svo sveik hana – „Þetta var rosaleg ást, er það ekki? Hún var banvæn“
Pressan
Fyrir 5 dögum

Bandaríkjamenn íhuga að banna vinsælan netbeini – Ástæðan er þessi

Bandaríkjamenn íhuga að banna vinsælan netbeini – Ástæðan er þessi
Pressan
Fyrir 5 dögum

Rifjaði upp sögu af því þegar Andrés keypti sér 40 vændiskonur á fjórum dögum í Taílandi

Rifjaði upp sögu af því þegar Andrés keypti sér 40 vændiskonur á fjórum dögum í Taílandi