fbpx
Fimmtudagur 06.nóvember 2025
Pressan

Jóhann Karl fyrrum Spánarkonungur rifjar upp þegar hann drap 14 ára bróður sinn

Pressan
Fimmtudaginn 6. nóvember 2025 22:00

Jóhann Karl. Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jóhann Karl 1. sem var konungur Spánar á árunum 1975 til 2014, varpar ljósi á hvað gerðist þegar hann varð fjórtán bróður sínum að bana í nýútkominni ævisögu sinni.

Bróðir hans lést af völdum skotsárs þegar fjölskyldan var búsett í Estoril í Portúgal árið 1956. Á þessum tíma var Jóhann Karl 18 ára en bróðir hans sem lést, Alfonso, 14 ára.

Ævisaga Jóhanns Karls, sem er 87 ára, er komin í verslanir í Frakklandi en í henni má finna stuttan kafla um hið hörmulega slys.

„Hann lést í fangi föður okkar“

Í bókinni viðurkennir Jóhann Karl, sem í dag er búsettur í Dúbaí, að hann hafi árum saman forðast það að ræða þennan atburð. „Ég hef ekki viljað ræða þetta og þetta er í fyrsta sinn sem ég geri það,“ segir hann.

Hann lýsir því að þeir bræðurnir hafi verið að leika sér með skammbyssu og Jóhann talið að byssan væri ekki hlaðin þar sem magasínið hafði verið tekið úr henni.

„Við höfðum enga hugmynd um að kúla væri enn í henni. Skot hljóp af og fór upp í loftið, hún endurkastaðist síðan í enni bróður míns. Hann lést í fangi föður okkar,“ segir hann.

Engin sérstök rannsókn fór fram á slysinu á sínum tíma og þar sem þeir voru einir í herberginu hefur aldrei verið fullkomlega ljóst hvað nákvæmlega gerðist.

Ein af saumakonum Maríu de las Mercedes prinsessu, móður þeirra bræðra, hélt því fram að hann hefði beint byssunni að Alfonso og hleypt af, án þess að vita að hún væri hlaðin. Aðrir töldu að Jóhann hefði verið að hreinsa byssu sem einræðisherrann Francisco Franco gaf honum þegar skot hljóp úr henni.

„Segðu mér að þú hafir ekki gert þetta viljandi“

Í umfjöllun Daily Mail kemur fram að faðir Jóhanns, Don Juan de Borbon y Battenburg, greifi af Barcelona, hafi gripið um háls sonar síns eftir slysið og öskrað á hann: „Segðu mér að þú hafir ekki gert þetta viljandi.“ Hann er síðan sagður hafa kastað byssunni út í vatn og sent son sinn í herskóla.

Jóhann karl og Alfonso árið 1948. Mynd/Getty

„Það var fyrir og eftir,“ segir hann í bókinni. „Það er enn erfitt fyrir mig að tala um þetta, og ég hugsa um hann á hverjum degi… Ég sakna hans, óska þess að hann væri hér við hlið mér.
Ég missti vin, trúnaðarvin. Hann skildi eftir sig gífurlegt tómarúm. Án dauða hans hefði minna myrkur verið í lífi mínu og minni sorg.“

Bókin, sem skiptist í sjö hluta, kemur út á spænsku í desember, og marka þau tímamót að þá verða 50 ár liðin frá dauða Francos og endurreisn spænska konungdæmisins.

Varð táknmynd frelsis

Jóhann Karl fæddist 1938 í Róm en þar var spænska konungsfjölskyldan í útlegð eftir að afa hans, Alfonso 13., var velt af stalli 1931 þegar konungsveldið var lagt af. Franco leit á Jóhann Karl sem arftaka sinn og var hann útnefndur prins árið 1969 og þegar hann Franco lést árið 1975 var hann útnefndur konungur og konan hans, hin gríska Sofia, drottning.

En þvert á það sem Franco hafði vonast til þá leysti Jóhann Karl einræðisstjórnina upp og var ein helsta driffjöðrin á bak við innleiðingu lýðræðis. Hann varð því táknmynd frelsis og varð nánast ósnertanlegur að margra mati.

Jóhann Karl ákvað að stíga til hliðar árið 2014 í kjölfar hneykslismála sem upp komu og tók sonur hans, Filippus krónprins, við sem konungur.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Kennir vinsælli vöru um dauða eiginkonunnar – „Þetta fyrirtæki verður að axla ábyrgð“

Kennir vinsælli vöru um dauða eiginkonunnar – „Þetta fyrirtæki verður að axla ábyrgð“
Pressan
Í gær

Fyrsta brúðkaup í Notre Dame í þrjá áratugi – Erkibiskupinn gaf sérstakt leyfi

Fyrsta brúðkaup í Notre Dame í þrjá áratugi – Erkibiskupinn gaf sérstakt leyfi
Pressan
Fyrir 2 dögum

Nýjasta tækið í vopnabúri Pútíns vekur óhug

Nýjasta tækið í vopnabúri Pútíns vekur óhug
Pressan
Fyrir 2 dögum

Vilja að sænska ríkið fái leyfi til að búa til barnaklám

Vilja að sænska ríkið fái leyfi til að búa til barnaklám
Pressan
Fyrir 4 dögum

13 ára gömlum var honum rænt af heimili sínu, pyntaður í 43 tíma og svo skotinn í bakið – lifði af en situr eftir stórskuldugur

13 ára gömlum var honum rænt af heimili sínu, pyntaður í 43 tíma og svo skotinn í bakið – lifði af en situr eftir stórskuldugur
Pressan
Fyrir 4 dögum

Áhrifavaldur á Youtube ákærður fyrir dreifa barnaníðsefni

Áhrifavaldur á Youtube ákærður fyrir dreifa barnaníðsefni
Pressan
Fyrir 5 dögum

Starfsmaður veitingastaðar dæmdur í ellefu ára fangelsi fyrir ógeðslegt athæfi

Starfsmaður veitingastaðar dæmdur í ellefu ára fangelsi fyrir ógeðslegt athæfi
Pressan
Fyrir 5 dögum

Konur græða meira en karlmenn á jafn mikilli hreyfingu

Konur græða meira en karlmenn á jafn mikilli hreyfingu