

Tvítug kona í New Jersey hefur verið ákærð fyrir morðtilraun en henni er gefið að sök að hafa stungið tveggja ára bróður sinn í brjóstið með hnífi. Atvikið átti sér stað á heimili systkinanna.
Lögreglumenn brugðust við símtali í neyðarlínuna þann 1. nóvember og fundu á heimili í Brick Township ungt barn með stunguáverka á bringu. Drengurinn var fluttur á nærliggjandi sjúkrahús og er ástand hans stöðugt.
Samkvæmt upplýsingum frá rannsóknarlögreglu er tvítug systir drengsins, Marlene Rodriguez, grunuð um verknaðinn. Var hún handtekin og úrskurðuð í gæsluvarðhald.
Auk auk ákæru um morðtilraun er Rodriguez ákærð fyrir ólöglegan vopnaburð og fyrir að ógna velferð barns.