fbpx
Föstudagur 28.nóvember 2025
Pressan

Kom frá Alicante með kíló af kókaíni í bakpokanum

Pressan
Föstudaginn 28. nóvember 2025 17:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Héraðsdómur Reykjaness hefur dæmt erlendan karlmann, fæddan árið 1976, í 14 mánaða óskilorðsbundið fangelsi fyrir fíkniefnasmygl.

Maðurinn hefur sætt gæsluvarðhaldi frá 6. október síðastliðnum og kemur það frádráttar refsingunni.

Maðurinn kom til Íslands með flugi frá Alicante sunnudaginn 5. október síðastliðinn, en í bakþoka hans voru falin 992,05 grömm af kókaíni. Styrkleiki efnisins var 84% að því er segir í ákæru.

Maðurinn játaði sök fyrir dómi en í niðurstöðu dómsins kemur fram að hann hafi ekki áður orðið uppvís að refsiverðri háttsemi svo kunnugt sé.

Þá bendi gögn málsins til þess að hann hafi ekki verið eigandi efnanna eða tekið þátt í skipulagningu á kaupum og flutningi þeirra til landsins. Með öðrum orðum hafi hann verið burðardýr.

Auk þess að sæta 14 mánaða fangelsi var manninum gert að greiða rétt tæpa eina milljón króna í sakarkostnað.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Dulbjó sig sem mamma sín en skeggbroddarnir komu upp um hann

Dulbjó sig sem mamma sín en skeggbroddarnir komu upp um hann
Pressan
Fyrir 2 dögum

Hringdi inn í útvarpsþátt og sagðist hafa fundið lík – „Gaur, hringdu í lögregluna“

Hringdi inn í útvarpsþátt og sagðist hafa fundið lík – „Gaur, hringdu í lögregluna“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Varaforstjóri Campbell’s í vanda eftir að hljóðupptöku var lekið – „Hver kaupir þetta drasl?“

Varaforstjóri Campbell’s í vanda eftir að hljóðupptöku var lekið – „Hver kaupir þetta drasl?“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Starfsmaður líkbrennslu fékk í hendurnar líkkistu sem grunsamlegt hljóð heyrðist frá

Starfsmaður líkbrennslu fékk í hendurnar líkkistu sem grunsamlegt hljóð heyrðist frá
Pressan
Fyrir 4 dögum

Uppþot á þingi í Ástralíu eftir að þingkona mætti í búrku – „Ef þið viljið ekki sjá mig í þessu – bannið búrkuna“

Uppþot á þingi í Ástralíu eftir að þingkona mætti í búrku – „Ef þið viljið ekki sjá mig í þessu – bannið búrkuna“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Gerandi í Slender Man-árásinni hrottalegu strauk af áfangaheimili

Gerandi í Slender Man-árásinni hrottalegu strauk af áfangaheimili