fbpx
Föstudagur 28.nóvember 2025
Pressan

Bróðurdóttir Trumps segir tvennt útskýra framkomu frænda hennar í garð fjölmiðlakvenna

Pressan
Föstudaginn 28. nóvember 2025 13:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bróðurdóttir Donald Trump er enginn aðdáandi frænda síns, og hefur ekki veigrað sér við að gagnrýna hann eftir að hann sneri sér að stjórnmálum. Mary er dóttir Fred Trump Jr. sem var elsti sonur fasteignamógúlsins Frederick Christ Trump eldri. Fred yngri var svarti sauðurinn í fjölskyldunni. Honum varð ætlað að taka við viðskiptaveldi fjölskyldunnar en sveikst undan því að gerast flugmaður. Þetta varð til þess að Donald Trump tók síðar við keflinu.

Mary er menntaður sálfræðingur og heldur úti hlaðvarpinu Mary Trump Live. Í nýjasta þættinum ræddi hún um frænda sinn og nýlegar árásir hans á blaðakonur, en hann hefur nýlega kallað eina blaðakonu svín og aðra hálfvita. Mary segir að þessar árásir þýði tvennt.

„Í fyrsta lagi sýnir þetta að hann er hættur að veigra sér við svona árásum,“ segir Mary og bendir á að Trump treysti sér nú til að opinbera kvenhatur sitt alveg eins og hann hefur opinberað rasisma sinn, útlendingahatur, hatur í garð múslima og gyðingahatur. „Það er engin þörf á að fela þetta lengur.“

Í öðru lagi bendi þetta til þess að Trump sé eitthvað smeykur.

„Ég held að þetta sé líka merki um að hann sé svolítið smeykur og að hann hafi greinlega ekki heyrt um Streisand-áhrifin.“

Streisand-áhrifin er hugtak sem varð til á Internetinu eftir að leikkonan Barbara Streisand höfðaði mál árið 2003 til að freista þess að fá mynd af heimili sínu fjarlægða af vefsíðu. Fáir höfðu veitt myndinni eftirtekt en eftir að fréttir bárust af málshöfðuninni fór myndin út um allt. Hugtakið vísar þar með til þess þegar fólk óvart vekur meiri athygli á málum sínum en ella með því að freista þess að kæfa eða fjarlægja upplýsingar.

„Þegar þú vekur meiri athygli á hlutunum sem þú vilt að fólk hundsi, þá er þetta hræðileg hugmynd,“ segir Mary og vísar til þess að árásir Trump á fjölmiðlakonur eiga sér yfirleitt stað í kjölfar ágengra spurninga sem hann kærir sig ekki um að svara. Þarna sé frændi hennar í raun að skjóta sig í fótinn því með því að móðganir hans vekja gjarnan athygli og þar með spurningarnar sem hann vildi forðast sömuleiðis.

Daily Beast óskaði eftir viðbrögðum forsetaembættisins við ummælum Mary og svarið frá samskiptastjóranum Steven Cheaung var: „Mary Trump er algjör aumingi sem veit ekkert.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Reiði á Ítalíu eftir óhugnanlegt nauðgunarmál – Ráðherra vill láta gelda mennina

Reiði á Ítalíu eftir óhugnanlegt nauðgunarmál – Ráðherra vill láta gelda mennina
Pressan
Fyrir 2 dögum

Telja að áhrifavaldurinn sé endanlega genginn af göflunum eftir nýjustu samsæriskenninguna

Telja að áhrifavaldurinn sé endanlega genginn af göflunum eftir nýjustu samsæriskenninguna