fbpx
Þriðjudagur 25.nóvember 2025
Pressan

Nauðguðu 18 ára ítalskri konu og létu kærastann hennar horfa á

Pressan
Þriðjudaginn 25. nóvember 2025 14:30

Mynd/Pexels

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lögregluyfirvöld í Róm á Ítalíu er nú með til rannsóknar óhugnanlegt nauðgunar- og ofbeldismál og eru þrír í haldi lögreglu vegna málsins.

Í fréttum ítalskra fjölmiðla kemur fram að árásin hafi beinst að 24 ára karlmanni og 18 ára kærustu hans. Voru þau stödd í bifreið sinni á rólegum stað í Tor Tre Teste-garðinum í austurhluta borgarinnar þegar þrír karlmenn komu að bifreiðinni.

Drógu þeir manninn út úr bílnum og héldu tveir þeirra honum niðri á meðan sá þriðji dró konuna út úr bílnum og nauðgaði henni fyrir framan manninn. Mennirnir flúðu af vettvangi í kjölfarið.

Í fréttum ítalskra fjölmiðla kemur fram að parið sem varð fyrir árásinni sé ítalskt en árásarmennirnir þrír frá Marokkó. Tveir þeirra voru handteknir í Róm en sá þriðji í Feneyjum fyrir nokkrum dögum.

Árásin átti sér stað þann 25. október síðastliðinn en lögregla greindi ekki frá málinu fyrr eftir að þriðji maðurinn var handtekinn. Fingraför mannanna komu heim og saman við fingraför sem fundust á vettvangi, þar á meðal á hliðarrúðu bifreiðarinnar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 5 dögum

Spjótin beinast að 16 ára stjúpbróður eftir að táningsstúlka fannst látin á skemmtiferðaskipi

Spjótin beinast að 16 ára stjúpbróður eftir að táningsstúlka fannst látin á skemmtiferðaskipi
Pressan
Fyrir 5 dögum

Rússar lokka úkraínsk ungmenni til að fremja voðaverk í eigin landi

Rússar lokka úkraínsk ungmenni til að fremja voðaverk í eigin landi