fbpx
Þriðjudagur 25.nóvember 2025
Pressan

Hringdi inn í útvarpsþátt og sagðist hafa fundið lík – „Gaur, hringdu í lögregluna“

Pressan
Þriðjudaginn 25. nóvember 2025 21:30

Mynd/Pexels

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lögreglan í borginni Frederick í Maryland í Bandaríkjunum tilkynnti síðdegis á föstudag að lík hefði fundist í útjaðri borgarinnar þann sama dag.

Málið þykir nokkuð undarlegt en fyrr um morguninn hafði hlustandi hringt inn í útvarpsþáttinn Elliot in the Morning á útvarpsstöðinni DC101 og tilkynnt að hann hefði gengið fram á lík á þessum sama stað nokkru áður.

Maðurinn, sem kallaði sig Joseph, sagðist hafa verið úti að njóta náttúrunnar átján dögum áður þegar hann gekk fram á líkamsleifarnar. Þetta var á stað sem áður hýsti meðal annars tjöld fyrir heimilislausa einstaklinga.

„Þetta kann að hljóma ruglað en mig hefur alltaf langað til að lenda í einhverju svona,“ sagði maðurinn í þættinum.

Stjórnandi þáttarins spurði hvort hann væri búinn að hafa samband við lögreglu vegna málsins en því svaraði hann neitandi. „Gaur, hringdu í lögregluna,“ svaraði þáttastjórnandinn þá.

Ekki liggur fyrir hvort maðurinn hafi gert það, en lögregla fann umrætt lík síðar þennan sama dag. Talsmaður lögreglu sagði að upplýsingarnar sem fram komu í þættinum hefðu komið lögreglu á sporið. Lögregla hefur ekki gefið neitt upp um hver hinn látni var eða hvernig dauða hans bar að.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Gerandi í Slender Man-árásinni hrottalegu strauk af áfangaheimili

Gerandi í Slender Man-árásinni hrottalegu strauk af áfangaheimili
Pressan
Í gær

Vendingar í máli litla drengsins sem hvarf sporlaust fyrir tveimur mánuðum

Vendingar í máli litla drengsins sem hvarf sporlaust fyrir tveimur mánuðum
Pressan
Fyrir 3 dögum

Táningsstúlka fór fram á þunga refsingu fyrir móður sína

Táningsstúlka fór fram á þunga refsingu fyrir móður sína
Pressan
Fyrir 3 dögum

Sakamál: Sjúklegt athæfi móður – Giftist börnum sínum – Hvernig var það hægt?

Sakamál: Sjúklegt athæfi móður – Giftist börnum sínum – Hvernig var það hægt?
Pressan
Fyrir 5 dögum

Trump brjálaður og deilir ákalli um að pólitískir andstæðingar hans verði hengdir

Trump brjálaður og deilir ákalli um að pólitískir andstæðingar hans verði hengdir
Pressan
Fyrir 5 dögum

Kaupmaður sem hvarf fyrir 5 árum fannst á lífi – örfáum dögum eftir að fimm voru handteknir fyrir morðið á honum

Kaupmaður sem hvarf fyrir 5 árum fannst á lífi – örfáum dögum eftir að fimm voru handteknir fyrir morðið á honum