fbpx
Fimmtudagur 06.nóvember 2025
Pressan

Feðgar létust þegar geitungar réðust á þá

Pressan
Fimmtudaginn 6. nóvember 2025 06:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bandarískir feðgar, Daniel Owen, og 15 ára sonur hans, Cooper, létust þegar þeir urðu fyrir árás geitunga í Asíuríkinu Laos. Feðgarnir voru í svokallaðri sviflínu (e. zipline) þegar risageitungarnir gerðu árás og komust þeir hvergi.

Í frétt The Times kemur fram að Daniel og Cooper hafi orðið fyrir árás frá tugum, ef ekki hundruð, asískum risageitungum (Vespa mandarinia).

Bandaríska utanríkisráðuneytið staðfesti í samtali við People að tveir bandarískir ríkisborgarar hefðu látist í Laos en af virðingu við fjölskyldu þeirra yrðu frekari upplýsingar ekki gefnar út.

Atvikið átti sér stað þann 15. október síðastliðinn þegar feðgarnir heimsóttu skemmtigarðinn Green Jungle Park skammt frá borginni Luang Prabang. Feðgarnir voru búsettir í Víetnam þar sem Daniel starfaði sem kennari.

Í frétt Independent kemur fram að feðgarnir hafi verið fluttir á sjúkrahús en látist nokkrum klukkustundum síðar.

Í umfjöllun á Vísindavefnum, sem birtist árið 2006, kemur fram að asíski risageitungurinn sé sú geitungategund sem hafi flest mannslíf á samviskunni. Kom fram í umfjölluninni að 40 manns deyi árlega af völdum þessarar tegundar á ári hverju.

„Eins og nafnið gefur til kynna er asíski risageitungurinn stór. Þernurnar eru 25-45 mm á lengd en drottningin getur verið allt að 55 mm löng. Til samanburðar má geta þess að drottning trjágeitungs (Vespula vulgaris) sem meðal annars lifir í íslenskri náttúru, er 11-14 mm á stærð. Broddur asíska geitungsins er einnig tilkomumikill eða um 6 mm langur og geta stungurnar og ofnæmisviðbrögðin sem af þeim hljótast verið afar óþægileg. Japanskur skordýrafræðingur sem var við rannsóknir á asíska risageitungnum lenti í því að vera stunginn í löppina. Hann lýsti stungunni þannig að það væri eins og “glóandi nagli hefði verið rekinn í fótlegginn”.“

Nánar á Vísindavefnum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Dick Cheney er látinn

Dick Cheney er látinn
Pressan
Fyrir 2 dögum

Telja sig vita hvert Andrés fyrrum Bretaprins ætli að flýja eftir fjölmiðlafárið

Telja sig vita hvert Andrés fyrrum Bretaprins ætli að flýja eftir fjölmiðlafárið
Pressan
Fyrir 2 dögum

George Clooney: Mistök að láta Kamölu Harris taka við af Biden

George Clooney: Mistök að láta Kamölu Harris taka við af Biden
Pressan
Fyrir 3 dögum

Óhugnaður eftir að 13 ára stúlka komst í kynni við mann á Snapchat

Óhugnaður eftir að 13 ára stúlka komst í kynni við mann á Snapchat
Pressan
Fyrir 4 dögum

Játaði til að vernda kærustuna sem svo sveik hana – „Þetta var rosaleg ást, er það ekki? Hún var banvæn“

Játaði til að vernda kærustuna sem svo sveik hana – „Þetta var rosaleg ást, er það ekki? Hún var banvæn“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Sá eftir glæpnum áratugum síðar og skilaði hinum látna

Sá eftir glæpnum áratugum síðar og skilaði hinum látna
Pressan
Fyrir 5 dögum

Rifjaði upp sögu af því þegar Andrés keypti sér 40 vændiskonur á fjórum dögum í Taílandi

Rifjaði upp sögu af því þegar Andrés keypti sér 40 vændiskonur á fjórum dögum í Taílandi
Pressan
Fyrir 5 dögum

Ein helsta stuðningskona Trump á þingi sökuð um að vera vinstrisinnuð

Ein helsta stuðningskona Trump á þingi sökuð um að vera vinstrisinnuð