fbpx
Þriðjudagur 04.nóvember 2025
Pressan

Nýjasta tækið í vopnabúri Pútíns vekur óhug

Pressan
Þriðjudaginn 4. nóvember 2025 07:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Rússar sviptu um helgina hulunni af nýjasta tækinu í vopnabúri sínu en um er að ræða ógnarstóran kafbát sem smíðaður er til að bera gereyðingarvopn.

Rússar, þar á meðal Dmitry Medvedev, fyrrverandi forseti og nú næstráðandi í þjóðaröryggisráði Rússlands, hafa haft orð á því að þeir gætu „sökkt“ óvinaþjóðum sínum, þar á meðal Bretlandi, ef þau halda sig ekki á mottunni.

Khabarovsk-kafbáturinn eins og hann heitir er þeirrar gerðar að hann getur skotið tveggja megatonna kjarnorkusprengju sem jafngildir sprengikrafti tveggja milljóna tonna af TNT.

Væri hægt að sprengja hana við strandlengju óvinaríkis með þeim afleiðingum að geislavirk flóðbylgja myndi flæða yfir og gera stór svæði óbyggileg.

Sprengjan sem Khabarovsk getur borið kallast Poseidon og vegur hún hundrað tonn. Hún getur ferðast afar langa vegalengd, tæpa 10 þúsund kílómetra á 185 kílómetra hraða.

Hulunni var svipt af kafbátnum í Severdvinsk í norðurhluta Rússlands um helgina og var hann smíðaður í hinni frægu Sevmash-skipasmíðastöð. Hann fer nú til sjóprófana áður en hann verður formlega tekinn í notkun.

Til stóð að taka kafbátinn í notkun árið 2020 en tæknilegar hindranir, kórónuveirufaraldurinn og innrásin í Úkraínu settu strik í reikninginn.

Pútín Rússlandsforseti virðist vera hæstánægður með nýjustu viðbótina í vopnabúrið og segir hann að Rússar standi nú framar öllum öðrum þjóðum á þessu sviði. „Það er enginn leið að stöðva hann,“ segir hann.

Jeffrey Lewis, fræðimaður við Middlebury-háskólann, segir í grein í Foreign Policy að nýjasta vopn Rússa sé mjög óhugnanlegt. „Við erum að tala um ógnarstórt kjarnorkuvopn sem er hannað til að valda langvarandi geislunaráhrifum.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Foreldrar fá að sjá nöfn og myndir af dæmdum níðingum

Foreldrar fá að sjá nöfn og myndir af dæmdum níðingum
Pressan
Fyrir 2 dögum

Játaði til að vernda kærustuna sem svo sveik hana – „Þetta var rosaleg ást, er það ekki? Hún var banvæn“

Játaði til að vernda kærustuna sem svo sveik hana – „Þetta var rosaleg ást, er það ekki? Hún var banvæn“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Bandaríkjamenn íhuga að banna vinsælan netbeini – Ástæðan er þessi

Bandaríkjamenn íhuga að banna vinsælan netbeini – Ástæðan er þessi
Pressan
Fyrir 3 dögum

Rifjaði upp sögu af því þegar Andrés keypti sér 40 vændiskonur á fjórum dögum í Taílandi

Rifjaði upp sögu af því þegar Andrés keypti sér 40 vændiskonur á fjórum dögum í Taílandi
Pressan
Fyrir 5 dögum

Neita að svara spurningum um einkasamkvæmi fjölskyldumeðlima í embættisbústaðnum og gagnrýna fréttaflutning harðlega

Neita að svara spurningum um einkasamkvæmi fjölskyldumeðlima í embættisbústaðnum og gagnrýna fréttaflutning harðlega
Pressan
Fyrir 6 dögum

Trump harðlega gagnrýndur fyrir framkvæmd og útfærslu viðhafnarsalarins – Rak nefndina sem átti að skila umsögn

Trump harðlega gagnrýndur fyrir framkvæmd og útfærslu viðhafnarsalarins – Rak nefndina sem átti að skila umsögn