fbpx
Mánudagur 06.október 2025
Pressan

Stakk tvíburasystur sína um miðja nótt: Var hann í raun sofandi og ófær um að stjórna gjörðum sínum?

Pressan
Mánudaginn 6. október 2025 06:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Aðfaranótt miðvikudagsins 29. september 2021 barst bandarísku neyðarlínunni örvæntingarfull símtal frá hinum 17 ára gamla Benjamin Elliott. Benjamin sagðist hafa stungið tvíburasystur sína, Meghan, og hann þyrfti aðstoð strax.

Spurningin sem brann á vörum allra sem þekktu systkinin var hvers vegna í ósköpunum Benjamin framdi þetta voðaverk sem varð til þess að Meghan lést.

Samband þeirra systkina var náið og gott og sjálfur hefur Benjamin sagt að Meghan hafi verið hans „besti og nánasti“ vinur. Þá átti hann sér enga sögu um ofbeldisfulla hegðun. En Benjamin átti sér hins vegar sögu um annað – hann átti það til að ganga í svefni.

Fundu enga ástæðu fyrir morðinu

Á dögunum fjallaði 48 Hours á CBS um þetta óvenjulega mál, en Benjamin hefur alla tíð haldið því fram að hann hafi verið sofandi þegar hann réðst til atlögu við systur sína.

Benjamin virðist hafa nokkuð til síns máls því lögregla og saksóknarar gátu ekki með nokkru móti fundið neina ástæðu fyrir morðinu og það lá alveg fyrir að Benjamin átti sögu um að ganga í svefni. Í febrúar á þessu ári féll dómur í málinu þar sem Benjamin var dæmdur í 15 ára fangelsi fyrir morðið.

Í viðtalinu við 48 Hours lýsti Benjamin sinni upplifun af málinu og sagði að hann hafi aldrei haft ásetning um að vinna systur sinni mein.

Vöknuðu þegar lögregla kom á staðinn

Við rannsókn málsins kom í ljós að Benjamin hafði notað hníf, svokallaðan Air Force Survival-hníf, sem faðir hans hafði gefið honum fyrr þennan sama dag. Í yfirheyrslu hjá lögreglu sagðist Benjamin hafa rankað við sér með hnífinn í höndinni og hann hafi panikkað. Um leið og honum varð ljóst hvað hafði gerst segist hann hafa lagt hnífinn frá sér, náð í kodda til að reyna að stöðva blæðinguna og haft samband við neyðarlínuna.

Þegar lögregla kom á vettvang var Benjamin í herbergi systur sinnar þar sem hann var að gera endurlífgunartilraunir. Foreldrar þeirra systkina voru sofandi þegar árásin átti sér stað og vöknuðu ekki fyrr en lögregla kom á vettvang.

Í símtalinu við neyðarlínuna sagðist Benjamin hafa haldið að hann væri að dreyma þegar hann stakk Meghan. Foreldrar hans staðfestu það þegar málið fór fyrir dóm að Benjamin hefði átti það til að ganga í svefni frá unga aldri. Þá lýsti æskuvinur hans því einnig að Benjamin hafi gengið í svefni þegar þeir gistu saman á þeirra yngri árum.

Mismunandi álit sérfræðinga

Svefnrannsóknarsérfræðingurinn og taugalæknirinn Dr. Jerald Simmons var fenginn til að varpa ljósi á svefngöngu og gera rannsóknir á Benjamin. Komst hann að þeirri niðurstöðu að Benjamin félli hratt í það sem kallað er hægbylgjusvefn (e. slow wave sleep) – en það getur tengst svefngöngu og því að tala upp úr svefni. „Ben drap systur sína alveg örugglega, en, hann gerði það ekki viljandi,” sagði Simmons fyrir dómi.

Þó að Simmons hafi lagt fram vísindaleg gögn í málinu voru saksóknarar efins og þeir kölluðu til annan sérfræðing sem var ekki jafn viss og Simmons. Dr. Mark Pressman sagði afar fátítt að svefngenglar sýndu af sér ofbeldisfulla hegðun og taldi ólíklegt að þeir gætu opnað hníf, stungið einstakling, fjarlægt hnífinn og brugðist svo strax við með því að reyna að hjálpa viðkomandi.

„Það er líka óvenjulegt að hann hafi munað eftir því þegar hnífurinn fór í hálsinn á systur hans. Það er minning og það er eitthvað sem hann ætti ekki að geta munað ef hann var sofandi,” sagði Pressman.

Saksóknarar fóru fram á að Benjamin yrði dæmdur í 40 ára fangelsi en í febrúar á þessu ári kom niðurstaðan sem var fimmtán ára fangelsisdómur. Benjamin afplánar dóm sinn í fangelsi í Karnes-sýslu í Texas og á möguleika á reynslulausn árið 2032, þegar hann verður 28 ára.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Telja nær útilokað að litli drengurinn finnist á lífi

Telja nær útilokað að litli drengurinn finnist á lífi
Pressan
Fyrir 3 dögum

Eina konan á dauðadeild í Tennessee verður líflátin á næsta ári

Eina konan á dauðadeild í Tennessee verður líflátin á næsta ári
Pressan
Fyrir 5 dögum

Flutti til Bandaríkjanna til að láta drauminn rætast – Endaði svo í mörgum líkpokum

Flutti til Bandaríkjanna til að láta drauminn rætast – Endaði svo í mörgum líkpokum
Pressan
Fyrir 5 dögum

Telur að á bak við flest vandamál heimsins séu aldraðir menn sem neita að sleppa takinu

Telur að á bak við flest vandamál heimsins séu aldraðir menn sem neita að sleppa takinu