fbpx
Sunnudagur 26.október 2025
Pressan

Segir þetta valda frjósemisvanda Pólverja og að ekki sé hægt að leysa hann með peningum

Pressan
Sunnudaginn 26. október 2025 14:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Anna Gromada, aðstoðarprófessor við vísindaháskólann í Varsjá, hefur áhyggjur af frjósemi Pólverja og annarra Evrópubúa. Hún telur að vandinn verði ekki leystur með auknum fjárveitingum frá hinu opinbera. Vandinn sé ekki endilega að fólk hafi ekki efni á börnum eða langi ekki lengur að eiga þau – vandinn sé að fólk sé orðið of sjálfstætt, skautun of mikil og að fólk treysti um of á stefnumótaforrit sem aldrei muni skila ætluðum árangri. Þetta sé vandi nándar og mannlegrar tengingar. Þetta sé faraldur einmanaleikans. 

Anna ritar grein um málið sem birtist hjá The Guardian.

Árið 2015 mældist frjósemi í Póllandi 1,3 barn á hverja konu. Þetta var eitt lægsta hlutfallið í Evrópu. Anna var þá töluvert yngri. Hún treysti sér til að taka umræðuna við þá sem sjá um stefnumótun sem og stjórnmálamenn – lausnin væri einföld. Það þyrfti bara að henda meiri peningum í málefni fjölskyldna. Vandinn væri vegna stöðunnar á vinnumarkaði, skorts á dagvistun og háu húsnæðisverði.

„Kemur á daginn að við vorum að há ranga baráttu. Á þeim áratug sem liðinn er síðan hefur atvinnuleysi í Póllandi minnkað og er með því lægasta í Evrópu. Tekjur hafa rúmlega tvöfaldast. Dagvistunarúrræðum hefur stórfjölgað. Ríkisstjórnin eyðir nú um 8 prósent af fjárveitingum í greiðslur sem kalla 800 plús verkefnið, þar sem ríkið borgar fjölskyldum 800 pólsk slot í hverjum mánuði, fyrir hvert barn á framfæri.“

Þrátt fyrir þetta hefur íbúafjöldinn dregist saman og frjósemi mældist í fyrra 1,1 og verður líklega enn minni á þessu ári. Anna lítur nú vandann öðrum augum.

„Vandinn er ekki einfaldlega sá að Pólverjar séu að eignast færri börn. Þeir hafa í auknum mæli engan maka til að eignast þau með. Því þetta nýja stig kynjastríðsins kemur ekki bara í veg fyrir barnseignir heldur líka ástarsambönd – í þessu samhengi gagnkynjasambönd – en fæðingartíðni reiðir sig enn á slíkt.“

Framan af í mannkynssögunni gat það verið dauðadómur að vera einn. Orðið einmanaleiki þekktist varla fyrr en í iðnbyltingunni. Við upphaf 20. aldar voru aðeins fáeinir fullorðnir ógiftir. Síðan hefur liðið rúm öld og staðan er gjörbreytt.

„Næstum helmingur Pólverja sem eru yngri en þrítugir eru einhleypir. Annar fimmtungur er í sambandi en ekki sambúð. Þessi kynslóð, einkum þeir á aldrinum 18-24 ára, eru samkvæmt könnunum líklegri til að til að vera einmana en nokkur önnur kynslóð – jafnvel líklegri en Pólverjar sem eru eldri en 75 ára. Árið 2024 höfðu tveir af hverjum fimm ungum karlmönnum ekki stundað kynlíf í minnst ár. Skírlífi er nú með pólitíska slagsíðu – menn sem hallast til hægri og konur sem hallast til vinstri eru nú líklegust til að vera kynferðislega óvirk.“

Anna bendir á að fólk sé samt að reyna. Sjö af hverjum tíu ungmennum hafa reynt að nota stefnumótaforrit en þessi forrit skila ekki ætluðum árangri. Aðeins 9 prósent para hafi kynnst í gegnum netið. Anna segir að frjósemiskrísan sé fyrst og fremst krísa í mannlegum tengingum. Þar megi kenna um kynjastríð sem sé keyrt áfram af pólitískri skautun, algrími stefnumótaforrita og fólk eigi eins erfitt með að samræma persónulegt sjálfstæði við nándina. Vandinn sé verstur í Evrópu.

„Það sem er á undanhaldi er ekki löngunin til að ala upp barn heldur getan til að byggja upp líf með einhverjum.“

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

„Þetta er í eina skiptið á mínum ferli sem nemandi hefur sagt slíkt við mig“

„Þetta er í eina skiptið á mínum ferli sem nemandi hefur sagt slíkt við mig“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Norður-Kóreumenn sagðir stunda stórtækan þjófnað, peningaþvætti og að lauma sér í störf erlendis

Norður-Kóreumenn sagðir stunda stórtækan þjófnað, peningaþvætti og að lauma sér í störf erlendis
Pressan
Fyrir 5 dögum

Bókin sem Sarkozy tekur með sér í fangelsið

Bókin sem Sarkozy tekur með sér í fangelsið
Pressan
Fyrir 5 dögum

Matvöruverslunin sem þú verslar í án þess að greiða – Sjálfsefling sem dregur úr sóun

Matvöruverslunin sem þú verslar í án þess að greiða – Sjálfsefling sem dregur úr sóun
Pressan
Fyrir 5 dögum

Hlaupferðin breyttist í martröð – Stóð skyndilega frammi fyrir baráttu upp á líf og dauða

Hlaupferðin breyttist í martröð – Stóð skyndilega frammi fyrir baráttu upp á líf og dauða
Pressan
Fyrir 6 dögum

Fyrrum samskiptastjóri Trump segir þetta þrennt hafa lagt bandarísk stjórnmál í rúst

Fyrrum samskiptastjóri Trump segir þetta þrennt hafa lagt bandarísk stjórnmál í rúst