fbpx
Föstudagur 17.október 2025
Pressan

Notuðu AirTag til að elta fórnarlömbin: „Versta martröð hverrar fjölskyldu“

Pressan
Fimmtudaginn 16. október 2025 22:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þjófar og ræningjar beita sífellt nýstárlegri aðferðum til að elta uppi og ræna fórnarlömb sín – eins og óhugnanlegt atvik sem átti sér stað í Flórída nýlega sýnir.

Tveir karlmenn hafa verið ákærðir fyrir að nota staðsetningartæki frá Apple, svokallað AirTag, til að elta hjón heim og ræna þau. Atvikið átti sér stað í Odessa þann 19. ágúst síðastliðinn.

Mennirnir, hinn 26 ára Luis Charles og 32 ára Odardy Maldonado-Rodriguez, eru sagðir hafa komið staðsetningartækinu fyrir undir bifreið hjónanna. Þegar þau lögðu af stað heim til sín eltu þeir hjónin og læddust að þeim þegar þau stigu út úr bílnum sínum í innkeyrslunni.

Myndband úr eftirlitsmyndavél við innkeyrsluna sýnir þegar annar mannanna, sem var klæddur í öryggisvesti og ljósgrænan bol, dró upp skotvopn áður en hann dró konuna úr farþegasætinu. Hinn maðurinn, sem var í dökkum fötum, hettupeysu og með grímu, réðst á sama tíma að karlmanninum.

Charles og Maldonado-Rodriguez þvinguðu hjónin inn í húsið, en konan veitti mikla mótspyrnu og árásarmaðurinn neyddist til að bera hana inn í húsið.

„Að verða fyrir vopnaðri árás á heimili sínu – staðnum þar sem fólk á að vera öruggt – er versta martröð hverrar fjölskyldu,“ hefur New York Post eftir lögreglustjóranum Chad Chronister.

Viðvörunarkerfi í húsinu fór í gang og glæpamennirnir flúðu af vettvangi áður en lögregla mætti. Charles var handtekinn 8. október í Tampa þegar lögregla stöðvaði hann í umferðareftirliti, og tveimur dögum síðar var Maldonado-Rodriguez handtekinn í nágrannasýslunni Pasco.

Báðir mennirnir eru ákærðir fyrir fjölmörg brot, þar á meðal vopnað innbrot, vopnað mannrán, rán með skotvopni og ólögmæta frelsissviptingu.

„Þökk sé frábæru starfi rannsóknarlögreglumanna okkar eru þessir hættulegu menn nú komnir bak við lás og slá þar sem þeir eiga heima. Fórnarlömbin og samfélagið allt getur nú andað örlítið léttar,“ segir lögreglustjórinn Chad Chronister.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Sagði innbrotsþjóf hafa myrt móður sína – Svo kom sannleikurinn í ljós

Sagði innbrotsþjóf hafa myrt móður sína – Svo kom sannleikurinn í ljós
Pressan
Fyrir 2 dögum

Gekk á milli lækna en enginn vissi hvað var að – Fékk svarið þegar hann lýsti einkennunum fyrir gervigreindinni

Gekk á milli lækna en enginn vissi hvað var að – Fékk svarið þegar hann lýsti einkennunum fyrir gervigreindinni
Pressan
Fyrir 3 dögum

Harmleikur þegar 500 þúsund býflugur drápust á einu bretti

Harmleikur þegar 500 þúsund býflugur drápust á einu bretti
Pressan
Fyrir 3 dögum

Sextug kona lést í furðulegu slysi þegar hún var að þvo bílinn sinn

Sextug kona lést í furðulegu slysi þegar hún var að þvo bílinn sinn
Pressan
Fyrir 5 dögum

Diane Keaton er látin

Diane Keaton er látin
Pressan
Fyrir 5 dögum

Hjálpaði Ed Gein við leitina að Ted Bundy? – Sannleikurinn á bak við Skrímslið

Hjálpaði Ed Gein við leitina að Ted Bundy? – Sannleikurinn á bak við Skrímslið
Pressan
Fyrir 6 dögum

Gekk of langt í hrekkjavökuskreytingu og var handtekinn – Sjáðu myndina

Gekk of langt í hrekkjavökuskreytingu og var handtekinn – Sjáðu myndina
Pressan
Fyrir 6 dögum

Fyrrverandi útvarpsmaður á BBC ákærður fyrir fjórar nauðganir og fjölmörg önnur kynferðisbrot

Fyrrverandi útvarpsmaður á BBC ákærður fyrir fjórar nauðganir og fjölmörg önnur kynferðisbrot