fbpx
Fimmtudagur 16.október 2025
Pressan

Móðir sótti ekki soninn til barnapíunnar – Áratugum seinna voru borin kennsl á hana

Pressan
Fimmtudaginn 16. október 2025 06:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þann 28. ágúst 1986, sótti Alice Mae Sullivan, sem þá var tvítug, ekki þriggja ára gamlan son sinn til barnapíunnar. Sullivan hafði um morguninn sótt tíma í námi sínu við Tennessee State University. Foreldrar hennar tilkynntu dóttur sína týnda daginn eftir.

Yfirvöld hafa rannsakað mál hennar síðan, en nýlega voru líkamsleifar hennar greindar.

Í fréttatilkynningu frá 13. október segir lögreglan í Nashville að höfuðkúpa sem verktaki, sem var að byggja hús við Stokers Lane í Norður-Nashville þann 20. febrúar 2004, fann, hafi samsvarað við Sullivan.

Yfirvöld lýstu henni sem þeldökkri, 75 sm á hæð og 44 kg að þyngd, með svart hár og brún augu.

„Með aðstoð réttarmeinafræðinga við manngreiningarmiðstöð Háskólans í Norður-Texas var Sullivan samsvöruð við óþekkta höfuðkúpu síðastliðinn miðvikudag, 8. október,“ bætti lögreglan við. Engir áverkar fundust á höfuðkúpunni.

Lögreglan sagði að höfuðkúpan væri einu líkamsleifar Sullivan sem fundust eftir að yfirvöld leituðu ítarlega á svæðinu fyrir 21 ári.

Að sögn foreldra hennar var Sullivan að læra viðskiptafræði og vonaðist til að verða fyrsti meðlimur fjölskyldu sinnar til að útskrifast úr háskóla. Fjölskylda hennar sagði að áður en hún hvarf hefði Sullivan flutt í íbúð með kærastanum sínum skammt frá háskólasvæðinu, en síðan skipt um skoðun og viljað fara heim og fara í skólann. Hún mætti ekki í tíma sína eftir hádegi og sást síðast til hennar á göngu í nágrenni við Gentry Center í skólanum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Trump lét bólusetja sig aftur gegn COVID

Trump lét bólusetja sig aftur gegn COVID
Pressan
Fyrir 3 dögum

Harmleikur þegar 500 þúsund býflugur drápust á einu bretti

Harmleikur þegar 500 þúsund býflugur drápust á einu bretti