Bandaríska leikkonan Diane Keaton er látin, 79 ára að aldri.
Aðstandendur hafa beðið um að friðhelgi einkalífs þeirra verði virt, en ekki er vitað um dánarorsök Keaton.
Frægðarsól Keaton reis með hlutverki hennar sem Kay Corleone, kærasta mafíósans Michaels Corleone í þríleik Guðföðurmyndanna á áttunda áratugnum. Hún fékk Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aðalhlutverki myndarinnar Annie Hall árið 1977, þar sem Woody Allen, þáverandi kærasti hennar lék móthlutverkið, skrifaði handrit og leikstýrði, en myndin var byggð á ævi Keaton.
Hún lék í þremur myndum um föður brúðarinnar, sem aðspurð í viðtali við Vulture árið 2000 sagði að af þeim myndum sem hún hefði leikið í væru þær í uppáhaldi: Father of the Bride (1991), Father of the Bride Part II (1995) og Something’s Gotta Give (2003), en hún fékk óskarstilnefningu fyrir þá síðastnefndu.
Árið 1996 lék hún ásamt Goldie Hawn og Bette Midler í The First Wives Club, sem fjallar um þrjár konur sem eiga sameiginlegt að eiginmenn þeirra skilja við þær fyrir yngri konur.
Keaton reyndi einnig fyrir sér í leikstjórn, Árið 2021 lék hún í tónlistarmyndbandi Justin Bieber fyrir lagið Ghost.
Hún var mjög virk á Instagram með daglegar færslur um líf sitt, hugleiðingar um ferilinn og vináttuna, og þar sem hún dásamaði ástvini sína.
Keaton giftist aldrei, en sambönd hennar með meðleikurum hennar Woody Allen, Al Pacino og Warren Beatty vöktu mikla athygli fjölmiðla á sínum tíma. Keaton lætur eftir sig tvö ættleidd börn, dótturina Dexter og soninn Duke.