fbpx
Laugardagur 04.október 2025
Pressan

Bláflibbabylting í Bandaríkjunum – Unga fólkið sér ekki tilgang með háskólanámi

Pressan
Laugardaginn 4. október 2025 18:00

Mynd/Pexels

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Er tími háskólamenntunar liðinn og tími iðnmenntunar runninn upp að nýju? Þessu eru viðskiptamenn í Bandaríkjunum að velta fyrir sér þessa dagana.

Forstjóri bílaframleiðandans Ford, Jim Farley, lýsti því í vikunni að ungur sonur hans hefði starfað sem bifvélavirki í sumar og sagði við föður sinn:

„Pabbi, ég elska þessa vinnu. Ég skil ekki hvers vegna ég þarf að fara í háskóla.“

Farley segist hafa litið á eiginkonu sína og voru þau kjaftstopp. Áttu þau að hvetja son sinn til að hætta í starfi sem hann elskaði til að eltast við háskólagráðu sem er mögulega ekki að fara að tryggja honum hærri laun? Átti drengurinn að fara í háskóla af því bara?

Þetta eru spurningar sem mörg bandarísk ungmenni eru nú að velta fyrir sér. Til hvers að koma sér í námslánaskuld bara til að fá háskólagráðu? Hvers vegna ættu þau ekki frekar að eltast við það sem þau raunverulega vilja gera? Margir eru uggandi vegna tilkomu gervigreindar sem mögulega muni skerða tækifæri fyrir háskólamenntaða á næstu árum. Hins vegar verði eftirspurnin eftir iðnmenntun áfram til staðar.

Gervigreindin muni ræna forritara störfum áður en hún rænir þeim frá suðumönnum.

Forstjóri LinkedIn, Ryan Roslansky, segir að háskólagráða úr virtum háskólum tryggi ungmennum ekki sama forskot og áður og að staðan muni bara versna. Mesta eftirspurnin verði eftir fólki sem kann að nýta og vinna með gervigreind.

„Mér finnst þessi hugarfarsbreyting vera spennandi hlutur því ég giska að framtíð vinnumarkaðarins tilheyri ekki lengur fólkinu með flottustu gráðurnar eða þeim sem fóru í bestu háskólana,“ sagði Roslansky nýlega en hann spáir því að atvinnulífið muni frekar sækja í þá sem best kunna að aðlaga sig nýjum aðstæðum, þá sem hafa frumkvöðlahugarfar og fólkið sem er tilbúið að grípa gervigreindargæsina.

Ekki þarf að horfa langt til að sjá einstaklinga sem hafa staðið sig prýðilega í lífinu án háskólagráðu. Til dæmis tæknirisarnir Mark Zuckerberg, Sam Altman, Bill Gates og Jack Dorsey, en allir eru þeir moldríkir án þess að hafa klárað háskóla.

Nú er talað um bláflibbabyltingu meðal Z-kynslóðarinnar í Bandaríkjunum. Unga fólkið vill síður fara í háskólanám þegar óvíst er hvort það gagnist þeim til framtíðar en öruggt að það muni steypa þeim í skuldir. Eftirspurn er mikil eftir pípulagningamönnum, rafvirkjum og hinum ýmsu tæknimönnum. Þetta séu störf þar sem unga fólkið getur þénað á meðan það lærir og uppskorið svo atvinnuöryggi á óvissutímum. Unga fólkið sér að líka í hyllingum að geta starfað sem verktakar og verið sínir eigin yfirmenn, eða reynt fyrir sér sem frumkvöðlar enda hafi sagan ítrekað sannað að það þarf frekar góða hugmynd og gott viðskiptavit til að verða farsæll frumkvöðull frekar en háskólagráðu.

Efasemdaraddir segja þó að gervigreindaræðið sé bólga sem muni senn springa. Allar hamfaraspár um störf sem muni gruna upp haldi ekki vatni í ljósi þess hversu óáreiðanleg gervigreindin er og hversu illa gervigreindarfyrirtækjum hefur tekist að hafa hemil á gervigreindarofskynjun og öðru.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Rannsaka aftur andlát frægs blaðamanns 20 árum eftir að hann lést

Rannsaka aftur andlát frægs blaðamanns 20 árum eftir að hann lést
Pressan
Fyrir 2 dögum

Opnar sig um samtalið sem hún átti við alræmdan frænda sinn eftir að hann var sakaður um kynferðisbrot

Opnar sig um samtalið sem hún átti við alræmdan frænda sinn eftir að hann var sakaður um kynferðisbrot
Pressan
Fyrir 4 dögum

Játaði í sjónvarpsviðtali að hafa drepið foreldra sína

Játaði í sjónvarpsviðtali að hafa drepið foreldra sína
Pressan
Fyrir 4 dögum

Vegfarendur fundu nýfætt barn í pappakassa

Vegfarendur fundu nýfætt barn í pappakassa