fbpx
Miðvikudagur 19.nóvember 2025
Pressan

Skemmtu sér við að murka lífið úr varnarlausum ellilífeyrisþega – „Hvers konar kynslóð er verið að ala upp?“

Pressan
Föstudaginn 3. október 2025 22:13

Skjáskot úr upptöku öryggismyndavélar frá kvöldinu örlagaríka. Andlit stúlknanna eru hulin vegna aldurs þeirra. Mynd skjáskot/Youtube.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þrjár táningsstúlkur hafa verið dæmdar í fangelsi í Bretlandi fyrir að verða 75 ára gömlum manni að bana. Réðust stúlkurnar á manninn úti á götu í London og létu það í ljós að þær væru að skemmta sér vel á meðan þær gengu í skrokk á manninum og tóku athæfi sitt upp með farsímum sínum.

Daily Mail  greinir frá því að stúlkurnar séu 14,16 og 17 ára en þær voru dæmdar í samtals 9 ára fangelsi. Stúlkurnar réðust á manninn, sem hét Fredi Rivero og var frá Bólivíu og starfaði lengi á hóteli í London, að kvöldi 27 febrúar á þessu ári nærri biðstöð strætisvagna í Islington í norðurhluta borgarinnar.

Árásin var með öllu tilefnislaus. Stúlkurnar tóku gleraugun af Rivero sem margbað þær um að láta sig í friði en þær hlustuðu ekki á það. Elsta stúlkan kýldi hann svo fast að hann skall með höfuðið í götuna. Stúlkurnar bæði öskruðu svívirðingar að Rivero og hlógu. Hann lést á spítala daginn eftir.

Stúlkurnar játuðuð allar manndráp sú elsta var dæmd í fjögurra ára fangelsi, sú næstelsta í þriggja og hálfs árs og sú yngsta í tveggja og hálfs árs fangelsi.

Fjölskylda Rivero spurði fyrir dómi:

„Hvers konar kynslóð er verið að ala upp?“

Af hverju?

Stúlkurnar höfðu skipt hálfri vodkaflösku á milli sín og dóttir Rivero spurði hvers vegna í ósköpunum þær réðust á föður hennar. Hún vildi þó ekki sýna andlit sitt fyrir dómi. Dóttirin sagðist aldrei munu fyrirgefa stúlkunum og spurði hvers vegna þær hefðu í ósköpunum verið úti svona seint en árásin átti sér stað um klukkan 23:30 að kvöldi til.

Dóttirin sagði föður sinn ekki hafa verið heilan heilsu. Hann hafi ekki verið fær um að gera flugu mein og verið í raun algerlega varnarlaus. Faðir hennar hafi verið mjög góðhjartaður maður.

Stúlkurnar flúðu af vettvangi en voru handteknar um nóttina. Ein þeirra reyndi að kenna Rivero um og sagði hann hafa veist að þeim að fyrra bragði. Elsta stúlkan hafði áður hlotið dóm fyrir ofbeldisbrot og reyndi einnig að kenna Rivero um.

Upptökur úr öryggismyndavélum sýndu þó fram á að árásin var með öllu tilefnislaus og Rivero gerði stúlkunum ekki neitt og var þvert á móti að reyna að komast burtu. Þetta mátti einnig sjá á upptökum úr farsímum þeirra en á þeim mátti heyra þær skemmta sér yfir árásinni. Einnig mátti sjá þær ráðast á aðra einstaklinga.

Rannsóknarlögreglumaðurinn sem leiddi rannsókn málsins segir hegðun stúlknanna hreinlega hafa verið sjúklega.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

„Eiginkona sonar míns drekkur alltof mikið, hvað er til ráða?“

„Eiginkona sonar míns drekkur alltof mikið, hvað er til ráða?“
Pressan
Fyrir 3 dögum

16 ára drengur myrti föður sinn eftir áralanga misnotkun – Móðirin sagði fjölskylduna í „hreinu helvíti“

16 ára drengur myrti föður sinn eftir áralanga misnotkun – Móðirin sagði fjölskylduna í „hreinu helvíti“
Pressan
Fyrir 4 dögum

5 hlutir sem þú ættir að henda strax af baðinu

5 hlutir sem þú ættir að henda strax af baðinu
Pressan
Fyrir 5 dögum

Ákærður fyrir morð á sonum sínum – 15 ár frá hvarfi þeirra

Ákærður fyrir morð á sonum sínum – 15 ár frá hvarfi þeirra
Pressan
Fyrir 1 viku

Unglingsstúlka sagðist ofsótt af konudraugi — Síðan fannst hauskúpa konu í Hello Kitty dúkku

Unglingsstúlka sagðist ofsótt af konudraugi — Síðan fannst hauskúpa konu í Hello Kitty dúkku
Pressan
Fyrir 1 viku

Verður leiddur fyrir aftökusveit á föstudag: Sagður vera stórskemmdur eftir áfengis- og eiturlyfjanotkun móður hans

Verður leiddur fyrir aftökusveit á föstudag: Sagður vera stórskemmdur eftir áfengis- og eiturlyfjanotkun móður hans
Pressan
Fyrir 1 viku

Varar við ferðalögum til vinsæls áfangastaðar eftir óhugnanleg dauðsföll

Varar við ferðalögum til vinsæls áfangastaðar eftir óhugnanleg dauðsföll
Pressan
Fyrir 1 viku

Ákærður fyrir tvö morð – Segir dulkóðuð skilaboð kakkalakka hafa sagt sér að drepa

Ákærður fyrir tvö morð – Segir dulkóðuð skilaboð kakkalakka hafa sagt sér að drepa