fbpx
Mánudagur 29.september 2025
Pressan

Ellefu úr sömu fjölskyldunni dæmdir til dauða

Pressan
Mánudaginn 29. september 2025 17:30

Þrír meðlimir Ming-fjölskyldunnar.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kínverskur dómstóll hefur dæmt ellefu einstaklinga úr sömu fjölskyldunni til dauða fyrir umfangsmikla svikastarfsemi og aðra glæpi í Mjanmar.

Um er að ræða meðlimi hinnar alræmdu Ming-fjölskyldu sem voru fundnir sekir um að hafa stundað skipulagða glæpastarfsemi á svæðinu.

Alls voru 39 dæmdir í málinu og hlutu ellefu lífstíðarfangelsi auk þeirra ellefu sem hlutu dauðadóm. Hinir fengu fangelsisdóm frá 5 árum til 24 ára.

Breska ríkisútvarpið, BBC, greinir frá þessu.

Ming-fjölskyldan er sögð hafa unnið fyrir eina af fjórum ættum sem fóru með völd í landamærabænum Laukkai í Mjanmar, skammt frá landamærum Kína. Var bænum breytt í einskonar miðstöð fjárhættuspila og eiturlyfja. Mátti þar einnig finna tölvuver sem nýtt voru undir ýmsa svikastarfsemi.

Talið er að Ming-fjölskyldan hafi haft gríðarlega fjármuni upp úr krafsinu frá árinu 2015, eða 10 milljarða júana sem jafngildir um 150 milljörðum króna.

Yfirvöld í Mjanmar fóru í rassíu árið 2023 og voru meðlimir fjölskyldunnar framseldir til Kína í kjölfarið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

Varnarmálaráðherra boðar til dularfulls fundar – „Fólk er mjög órólegt. Það hefur ekki hugmynd um hvað þetta þýðir“ 

Varnarmálaráðherra boðar til dularfulls fundar – „Fólk er mjög órólegt. Það hefur ekki hugmynd um hvað þetta þýðir“ 
Pressan
Fyrir 3 dögum

Slæmar fréttir fyrir Trump og baráttu hans fyrir friðarverðlaunum Nóbels – „Við kunnum ekki að meta það“

Slæmar fréttir fyrir Trump og baráttu hans fyrir friðarverðlaunum Nóbels – „Við kunnum ekki að meta það“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Ofsahræðsla greip um sig eftir stórfurðulega hegðun flugfarþega

Ofsahræðsla greip um sig eftir stórfurðulega hegðun flugfarþega
Pressan
Fyrir 4 dögum

Tók hann þrjá mánuði að deyja eftir hryllilega árás um hábjartan dag

Tók hann þrjá mánuði að deyja eftir hryllilega árás um hábjartan dag
Pressan
Fyrir 5 dögum

Dómur kveðinn upp í óhugnanlega ferðatöskumálinu sem skók Nýja-Sjáland

Dómur kveðinn upp í óhugnanlega ferðatöskumálinu sem skók Nýja-Sjáland
Pressan
Fyrir 5 dögum

Einn versti dagur lífsins að komast að því að hann taldist meðal þeirra ríkustu – „Það bara virkilega fauk í mig“

Einn versti dagur lífsins að komast að því að hann taldist meðal þeirra ríkustu – „Það bara virkilega fauk í mig“
Pressan
Fyrir 6 dögum

Evrópureisa elgsins Emils á enda – vonir standa til að samfélagsmiðlastjarnan setjist nú í helgan stein

Evrópureisa elgsins Emils á enda – vonir standa til að samfélagsmiðlastjarnan setjist nú í helgan stein
Pressan
Fyrir 6 dögum

Ferðalag til Ítalíu breyttist í martröð fyrir grunlausan ferðamann

Ferðalag til Ítalíu breyttist í martröð fyrir grunlausan ferðamann