fbpx
Mánudagur 10.nóvember 2025
Pressan

Vændiskona „frá helvíti“ grunuð um þrjú morð

Pressan
Föstudaginn 26. september 2025 06:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tabitha Bundrick, 38 ára vændiskona í New York, hefur verið ákærð fyrir að drepa þrjá viðskiptavini sína.

Tabitha, sem kölluð er vændiskona „frá helvíti“ í umfjöllun New York Post, er sögð hafa gefið þremur karlkyns skjólstæðingum sínum fentanýl í þeim tilgangi að ræna þá. Ekki vildi betur til en svo að þeir fengu of stóran skammt og létust í kjölfarið.

Tabitha var nýlega dæmd í þrettán ára fangelsi fyrir fíkniefnabrot og hafa ákærurnar fyrir morðin þrjú nú bæst við.

Í frétt New York Post kemur fram að fyrsta andlátið hafi orðið þann 30. apríl 2023 þegar hún fékk mann að nafni Mario Paullan, 42 ára, og félaga hans til að koma í íbúð þar sem þeir ætluðu að kaupa af henni kynlíf. Bauð hún félögunum það sem hún sagði vera kókaín.

Hinn látni sagðist aldrei hafa tekið kókaín en Tabitha er sögð hafa þrýst mjög á þá að taka efnið. Þeir létu undan og sagðist vinur Mario hafa rankað við sér nokkrum tímum eftir að hafa tekið duftið í nefið. Þegar hann vaknaði lá Mario örendur við hlið hans og var Tabitha á bak og burt – sem og ýmis verðmæti sem þeir áttu.

Fimm mánuðum síðar hitti Tabitha hinn 39 ára Miguel Navez og fóru þau saman í íbúð hans í Washington Heights þar sem hún gaf honum fentanýl-blandað fíkniefni, samkvæmt ákæruvaldinu. Bróðir hans fann hann látinn nokkrum dögum síðar.

Þriðja morðið var framið þann 25. febrúar 2024 þegar maður að nafni Abrihan Fernandez fannst látinn í íbúð sinni í norðurhluta Manhattan eftir að hafa átt í samskiptum við Tabithu. Sást hún á eftirlitsmyndavélum koma út úr íbúð hans með nokkra poka sem voru fullir af fötum og strigaskóm.

Verjandi Tabithu, Eric Burse, segir við New York Post að skjólstæðingur hennar sé ekki dæmigerður raðmorðingi sem hafi haft það markmið að drepa fólk. Hún hafi glímt við mikla erfiðleika í sínu lífi og verið fórnarlamb kynferðislegrar misnotkunar í æsku.

Tabitha getur vænst þess að fá að lágmarki 25 ára fangelsisdóm verði hún sakfelld fyrir morðin.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Sögulegt bann tekur gildi á Maldíveyjum

Sögulegt bann tekur gildi á Maldíveyjum
Pressan
Fyrir 2 dögum

Sjúklegt athæfi miðaldra klámstjörnu – Sögð hafa afhöfðað barnsföður sinn í ótrúlegum tilgangi

Sjúklegt athæfi miðaldra klámstjörnu – Sögð hafa afhöfðað barnsföður sinn í ótrúlegum tilgangi
Pressan
Fyrir 3 dögum

Fyrrverandi fulltrúi CIA: Kínverjar og Rússar senda „kynlífsnjósnara“ til Bandaríkjanna

Fyrrverandi fulltrúi CIA: Kínverjar og Rússar senda „kynlífsnjósnara“ til Bandaríkjanna
Pressan
Fyrir 3 dögum

Faðir stúlkunnar fannst látinn – Skilaði sér ekki til afplánunar

Faðir stúlkunnar fannst látinn – Skilaði sér ekki til afplánunar
Pressan
Fyrir 4 dögum

Óvæntar vendingar í sænsku kynferðisbrotamáli – Grunur beinist að meintum þolanda

Óvæntar vendingar í sænsku kynferðisbrotamáli – Grunur beinist að meintum þolanda
Pressan
Fyrir 4 dögum

Barnaperri handtekinn eftir 13 ár á flótta – Sviðsetti dauða sinn og skráði sig í skóla

Barnaperri handtekinn eftir 13 ár á flótta – Sviðsetti dauða sinn og skráði sig í skóla