fbpx
Laugardagur 08.nóvember 2025
Pressan

Evrópureisa elgsins Emils á enda – vonir standa til að samfélagsmiðlastjarnan setjist nú í helgan stein

Pressan
Þriðjudaginn 23. september 2025 15:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sumarævintýri elgsins Emils er nú á enda, en yfirvöldum í Austurríki tókst að handsama hann. Emil er nú kominn með GPS-staðsetningartæki og var honum sleppt við landamæri Austurríkis og Tékklands, en á því svæði búa um 10-20 elgir og er vonast til að Emil verði tekinn inn í þeirra hóp.

Emil sló í gegn á samfélagsmiðlum í sumar, en fólk hefur keppst við að birta myndir af ævintýralegu ferðalagi hans. Fyrst sást til elgsins nærri bænum Ludgerovice í Tékklandi, en talið er að þar áður hafi hann haldið sig í Póllandi.

Emil hefur heldur betur lagt land undir klauf og ráfað í gegnum 60 bæi og þorp í fjórum löndum – Póllandi, Tékklandi, Slóvakíu og Austurríki. Hann er talinn hafa ferðast hátt í 500 kílómetra. Hann hefur tölt yfir vegi, lestarteina og synt yfir ár. Hann hefur mætt á minnst tvo menningarviðburði, þar með talið þungarokkshátíð í Suður-Moravíu. Þó nokkrir Facebook-hópar hafa verið stofnaðir til að fylgjast með ferðum Emils í sumar og hafa fyrirtæki brugðið á leik og nýtt myndvinnsluforrit eða gervigreind til að bæta Emil inn á auglýsingar hjá sér á samfélagsmiðlum. Hann er því orðinn sannkölluð samfélagsmiðlastjarna.

Á miðöldum mátti finna mikið af elgum í skógum Tékklands en sökum ofveiða hurfu þeir nánast með öllu. Tilraunir hafa verið gerðar í gegnum aldirnar til að koma aftur upp stofni  en þær gengu brösuglega allt þar til á áttunda áratug síðustu aldar. Í dag er talið að um 50 elgi sé að finna í Tékklandi, töluvert færri en á meintum heimaslóðum Emils í Póllandi þar sem finna má tugi þúsunda elga.

Nú vona yfirvöld að Emil hætti flakkinu og festi rætur í Tékklandi með elgunum þar.

BBC greinir frá. 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Setti Repúblikanaflokkinn á hliðina með viðtali við umdeildan áhrifavald og er nú kallaður heigull

Setti Repúblikanaflokkinn á hliðina með viðtali við umdeildan áhrifavald og er nú kallaður heigull
Pressan
Fyrir 3 dögum

Birta hrollvekjandi myndband af flugslysinu í Kentucky

Birta hrollvekjandi myndband af flugslysinu í Kentucky
Pressan
Fyrir 4 dögum

Telja sig vita hvert Andrés fyrrum Bretaprins ætli að flýja eftir fjölmiðlafárið

Telja sig vita hvert Andrés fyrrum Bretaprins ætli að flýja eftir fjölmiðlafárið
Pressan
Fyrir 4 dögum

Nýjasta tækið í vopnabúri Pútíns vekur óhug

Nýjasta tækið í vopnabúri Pútíns vekur óhug