fbpx
Þriðjudagur 11.nóvember 2025
Pressan

Ferðalag til Ítalíu breyttist í martröð fyrir grunlausan ferðamann

Pressan
Þriðjudaginn 23. september 2025 09:30

Mynd: Getty. Tengist fréttinni ekki beint.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ferðamaður frá Rúmeníu komst í hann krappan þegar hann fór í ferðalag til Ítalíu í ágústmánuði.

Maðurinn, sem kallaður er Ovidiu A. í ítölskum fjölmiðlum, var handtekinn á hóteli sem hann dvaldi á í strandbænum Caorle, skammt frá Feneyjum, þann 24. ágúst síðastliðinn.

Ovidiu vissi vart hvaðan á hann stóð veðrið og útskýrðu lögreglumenn fyrir honum að hann væri handtekinn þar sem hann væri eftirlýstur vegna ráns.

Í ljós kom að nafnið sem hann gaf upp þegar hann innritaði sig á umrætt hótel var það sama og á manni sem var eftirlýstur fyrir fyrrnefnt rán. Sá hafði hlotið dóm og ekki skilað sér til afplánunar. Fóru þá viðvörunarbjöllur af stað og var Ovidiu handtekinn við morgunverðarhlaðborðið daginn eftir að hann innritaði sig.

Þetta var aðeins byrjunin á martröðinni því við tók tæpur mánuður þar sem Ovidiu, með aðstoð lögmanns síns, reyndi að sanna að hann væri saklaus. Það tók dágóðan tíma og þurfti Ovidiu að gera sér að góðu að sitja á bak við lás og slá í tæpan mánuð.

Ovidiu var eðli málsins samkvæmt létt þegar hann gat loks um frjálst höfuð strokið um helgina og hitti fjölskyldu sína á nýjan leik. „Martröðinni er sem betur fer lokið,“ sagði hann við Corriere del Veneto.

Þrátt fyrir þessa leiðinlegu reynslu segist Ovidiu ætla að njóta þess að dvelja í nokkra daga til viðbótar á Ítalíu með fjölskyldu sinni áður en haldið verður heim til Rúmeníu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Andrew fyrrum Bretaprins fékk vændiskonur í Buckinghamhöll – Og mamma hans hylmdi yfir það

Andrew fyrrum Bretaprins fékk vændiskonur í Buckinghamhöll – Og mamma hans hylmdi yfir það
Pressan
Í gær

„Systir mín er ómerkileg og gefur börnunum mínum hræðilegar gjafir“

„Systir mín er ómerkileg og gefur börnunum mínum hræðilegar gjafir“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Sagðist alls ekki vilja hitta Chris Hansen – Gettu hver kom til dyra

Sagðist alls ekki vilja hitta Chris Hansen – Gettu hver kom til dyra
Pressan
Fyrir 2 dögum

Sinnti gæslu á skólaballi dóttur sinnar – hefur nú verið handtekin og á yfir höfði sér 60 ára fangelsi

Sinnti gæslu á skólaballi dóttur sinnar – hefur nú verið handtekin og á yfir höfði sér 60 ára fangelsi
Pressan
Fyrir 4 dögum

Fyrrverandi fulltrúi CIA: Kínverjar og Rússar senda „kynlífsnjósnara“ til Bandaríkjanna

Fyrrverandi fulltrúi CIA: Kínverjar og Rússar senda „kynlífsnjósnara“ til Bandaríkjanna
Pressan
Fyrir 4 dögum

Faðir stúlkunnar fannst látinn – Skilaði sér ekki til afplánunar

Faðir stúlkunnar fannst látinn – Skilaði sér ekki til afplánunar